Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 52

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 52
148 SKINFAXI y s s. Eg tigna — Eg elska — Eg tilbið. Ég tigna stormsins tryllta óð, ég tigna sólar geislaflóð. Ég tigna foss á fjallabraut og fljót, sem rennur hafs í skaut. Ég tigna fjall, er faldar snjá og fegurð breytir sumri frá. Svo vetrarkvöld sem vorið hlýtt mér vinarkveðju sendir blítt. Ég elska grænu grösin smá og gullna sóley túni á. Ég elska skóg, er skjól oss lér og skúr, er gróður jörðu ber. Ég elska vor, er vekur líf. Ég vetrar elska snjóahlíf. Ég elska sumars algræn tjöld. Ég elska haustsins fögur kvöld. Ég elska nótt, er náðir lér, og nýjan dag, til starfs er ber, og morguns hverja mæta stund, hið milda kvöld, er gleður lund. Er norður- loga Ijósin hátt og lýsa upp himinhvolfið blátt, ég heyri alheims hjartað slá og heimur nýr mér opnast þá. Ég elska brim, sem brýtur klett, og blíða lognið — hafið slétt. Og hvort er fegri sjón að sjá, mér sýnist vandi að greina frá.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.