Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 54

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 54
150 SKINFAXI Ég elska allt, er guð oss gaf, svo grund og mó sem fjöll og haf, því allt ber vott um almátt hans og elskuna til sérhvers manns. K. E. Þ. Héðan og handan. Noregs Ungdomslag. Landssamband norsku ungmenriáfélaganna, Noregs Ungdomslag, hélt 40 ára afmæli sitt hátiðlegt í Þránd- heimi í sumar. Var sambandið slofnað í Þrándheimi 12. júlí 1896. Stofnendur voru 9 ungmennasambönd með 192 félögum og 15489 félagsmönnum. Geysimikið starf liggur eftir norsku ungmennafélög- in, eftir 40 ára æfi. Þau iiafa unnið að hverskonar vel- ferðar- og framfaramálum norskrar æsku og alþjóðar, en þó einkum að þjóðernislegum málum. Meg'instefna þeirra iiefir jafnan verið sú, að auka gengi og virðingu norskrar menningar, andlegrar og verklegrar, og efla landsmálið, mál sveitanna og alþýðunnar, til bók- menntamáls og viðurkenndrar þjóðtungu. í því efni liefir félögunum orðið mjög mikið ágengt, þólt stund- um hafi gengið seigl og fast. Nú á fertugsafmælinu eru í Noregs Ungdomslag 33 fyikissambönd og 6 félög án milligöngu samhands. Alls eru þar 1056 félög og félagsmenn eru 37595. Síð- astliðið ár héldu félögin 12382 fundi og samkvæmi með 5362 fyrirlestrum. í bókasöfnum þeirra eru 33484 bindi ]>óka. 520 félög eiga luis og 451 gefa út handrituð blöð. Hrein eign félaganna er 5.437.472 kr., tekjur s. 1. ár 539.400 kr. og úlgjöld 433.103 kr.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.