Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 59

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 59
SKINFAXI 155 gefa út sameiginlegt ársrit, „Nordens Kalender", sem er eitt af vönduðustu og virðulegustu ritum á Norðurlöndum. Liggur þegar mjög mikið starf eftir félögin. Tilgangur Norræna félagsins er að efla vináttu, samúð og samvinnu milli Norðurlandaþjóðanna um hverskonar fjárhags- og menningarmál. Þessum tilgangi hyggst félagið að ná með margliáttaðri kynningar- og fræðslustarfsemi. Félögin hafa til skiptis mót eða námskeið fyrir skólafólk, stúdenta, kennara, blaðamenn, bóksala, bókaútgefendur, verkfræðinga, verzlunar- menn, bændur, verkamenn o. fl., efna til ferðalaga um Norður- lönd fyrir skólafólk, hafa látið búa til skuggamyndaflokka frá öllum Norðuriöndum, og sent þá til fjölda skóla. Þá gangast félögin fyrir fyrirlestrum og rithöfundaheimsóknum. Loks hafa þau látið endurskoða sögukennslubækur allra Norðurlanda, gengizl fyrir stofnun viðskiptamátanefndar o. m. fl. Norræna félagið íslenzka hefir tekið þátt í kynningarstarfinu eftir mætti. S.l. sumar hélt ])að t. d. námskeið fyrir norrænu- stúdenta, og tóku 27 erlendir stúdentar ])átt i þvi. Það hefir sent skólaflokka í kynnisferðir til Noregs og Svíþjóðar, staðið fyrir söngferð Karlakórs Reykjavikur, og sent fjölda inanns á ýms námskeið í liinum löndunum. Einkum hefir félagið færzt i aukana síðustu árin, síðan Guðlaugur Rósinkranz varð ritari og framkvæmdastjóri þess.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.