Skinfaxi - 01.05.1943, Side 8
10
SKINFAXI
fylgi þér og veiti þér hin æðstu réttindi, liinar fegurstu
skyldur að uppfylla.
Guð hlessi þig, Aðalsteinn Sigmundsson, islenzka
kennarastétt, íslenzka æsku.
Amen.
[Ríkisútvarpið neitaði, að kveðjuathöfn Aðalsteins yrði út-
varpað, þótt stjórn U.M.F.Í., Sambands islenzkra barnakennara
og fræSslumálastjóri færu þess á leit. Rökin voru, að Aðal-
steinn hefði ekki verið þjóðkunnur maður á borð við ýmsa
alþingismenn t. d.]
Aðalsteinn Sigmundsson.
I. Æviatriði.
Fæddur 10. júlí 1897. Foreldrar: Sigmundur Sigurgeirsson
og kona hans, Jóhanna Þorsteinsdóttir. Þeir Sigmundur og Guð-
mundur Magnússon (Jón Trausti) systkinasynir. Missti móð-
ur sína 1907. Steinunn föðursystir hans gekk honum i móður
stað. Hóf prentnám á Akureyri hjá Oddi Björnssyni, en lauk
því ekki. Útskrifaðist úr iðnskóla Akureyrar 1913. Fór í II.
bekk kennaraskólans 1916. Lauk kennaraprófi vorið 1919.
Skólastjóri á Eyrarbakka 1919—1929. Stofnaði 5. maí 1920 Ung-
mennafélag Eyrarbakka. Veturinn 1921 stofnaði hann Skáta-
félagið Birkibeina. Tók að sér vörzlu Þrastaskógar 1924. Starf-
aði í U.M.F. Akureyrar, Geisla í Aðaldal og kennaraskólans.
Formaður U.M.F. Eyrarbakka 1920—23 og 1928—29. í stjórn
Héraðssambandsins Skarphéðins 1922—27. Sat öll sambands-
þing U.M.F.Í. frá 1921, nema Ilaukadalsþingið 1940, oftast rit-
ari þeirra. Kosinn sambandsstjóri U.M.F.Í. á Þingvöllum 1930.
Var sambandsstjóri til 1938. Ritstjóri Skinfaxa 1930—1941.
Kennari við Austurbæjarskólann frá 1931. Hafði vænzt þess,
að fá þar stöðu, þegar er skóíinn tók til starfa. Fór á kenn-
aranámskeið í Danmörku 1923, til Englands og um Norður-
lönd 1927. Kenndi við kennaranámskeið í Færeyjum 1930. Fór
með drengjabekk til Færeyja 1933. Til Svíþjóðar til þess að
kynna sér skóla- og æskulýðsmál 1935. Enn til Færeyja 1938.
Kenndi á kennaranámskeiðum í Vestmannaeyjum, Keflavik,
Blönduósi, Húsavík og víðar. Átti sæti í stjórn Sambands ís-
lenzkra barnakennara frá 1934. Formaður sambandsins haust-
ið 1942. Námsstjóri á Vesturlandi 1942. Andaðist 10. april 1943.