Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 26

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 26
28 SKINFAXI tekur stökkvarinn sér stöSu. Atrennan hefst, er stökkfætin- um er stigið á upphafsmerkið. Atrennan á að vera hlaupin með sívaxandi hraða. Trítl og víxlspor eru. aðeins hemlar á hraðann. G.rettur í andliti bera vott um spennta vöðva, sem leiða af sér aukið erfiði. Þeir, sem lialla höfði aftur eða velta vöngum, stytta atrennuskrefin og minnka stökk- öryggið. Eftir því hvort stökkfótur lendir framan eða aftan við plankánn, er uppliafsmerkið fært aftar eða framar á at- Tennubrautiria, Fyrir lerigra konina. Til þess að skapa sér sem öruggasta atrerinu, er bezt að sþretta úr spori með vaxandi hraða 50 m. vegar. Vegalengd 6—10 hlaupskrefa, sem hraðinn var mest- ur á, er riiæld. Til þess að sú niælíng sé sem nálvvæmust er sprett úr spori nokkrum sinnum og mæld vegalengd sam- svarandi hlaupskrefa. Vegalengd þessi er mæld frá plankan- um og sett merki á lirautina. Frá þessu merki eru svo 20—24 skref stigin aflur eftir brautinni og þaðan hefst atrennan. Nokkrar tilraunir leiða í ljós hina réttu fjarlægð upphafs- merk'is frá stökkþlanka; sturidum eru tvö merlci sett á at- rennubrautina til frekara öryggis. Æfður stökkvari þarfnast ekki millimerkja, því að rét’t stig á plankann hefur fengizt öruggt og ósjálfrátt fyrir marlcvissa þjálfun. Aftur á móti er atrennan liáð gerð brautar og vindátt. Mjúk braut og mótvindur styttir hlaupaskrefin, en hörð braut og meðvindur lengir þau. Hver stökkvari ætti sem fyrst að venja sig af þvi að nota millimerki, því að í keppni truflar sii alhygli, sem verður að veita þeim, afrekið. Sé vinstri fótur stökkfótur, þá á liann að snerta upphafsmerkið, millimerki og að síðustu plankann. Eins og fyrr segir þurfa byrjendur stytlri atrennu. Æfðir stökkvarar nota 30—42 m atrennulengd, en unglingar 25—35 m. Atrennulengdin fer mjög eftir léltleika og spretthörku iðk- andans, t. d. nota svertingjarnir Owens og Johnson 27—32 m atrennulengd. Athyglinni skal í atrennunni beint að þvi að stökkva upp í loftið. Uppstökkið (spyrnan): Þegar síðasta atrennuskrefið er stig- ið, nemur hæll stökkfótar við jörðu. Stökkfóturinn er lítið eitt boginn i hnénu. Við það að hællinn nemur við jörðu, stöðvast framrásin og beinist upp á við. í jiessari andrá má ekkert hik á verða og heldur ekkert fum. Aðeins þraut- seig og skynsamleg æfing getur veitt stökkvara ]iá hái-fínu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.