Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 39

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 39
SKINFAXI 41 Fimleikaflokkur frá Umf. Eyrarbakka og Stokkseyrar. var meSal þeirra Kjartan Ó. Bjarnason, er kvikmyndaði hóp- gönguna og yfirleitt allt hið markverðasta, sem fram fór að Hvanneyri þessa tvo daga. Mannfjöldinn skipaði sér við íþróttavöllinn á tvo vegu, en fimieikaflokkur kvenna frá Umf. Eyrarbakka og Umf. Stokks- eyrar gekk út á völlinn fyrir íslenzkum fána og sýndi fim- leika, undir stjórn Sigriðar Guðjónsdóttur íþróttakennara á Eyrarbakka. Sýningin stóð nálœgt 20 mín., en að því búnu hófust úr- slit í 200 m. hlaupi, en þvi næst sýndi fimleik'aflokkur kvenna úr Umf. Skallagrími fimleika, undir stjórn Helga Júlíussonar íþróttakennara frá Leirá. Báðir þessir flokkar sýndu fallegar æfingar, voru prýðilega þjálfaðir og völctu hina mestu athygli. Næst komu úrslitin í hástölíkinu, og þá glíman, og skeðu þar þau óvæntu tíðindi, að Davið Guðmundsson frá Umf. „Drengur“ í Iíjós bar sigur úr býtum, og lagði að velli glíniu- konung íslands, Guðmund Ágústsson, liinn glæsilega og góð- kunna glímumann. Þegar glímunni var lokið, sýndi 10 manna flokkur frá Umf. Skeiðamanna leikfimi, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, íþróttakennara, Hlemmiskeiði. Findeikaflokkur Skeiðamanna sýndi á landsmótinu í Hauka- dal 1940 og vakti þá mikla athygli. Hefur flokknum enn far- ið fram og vann liann sér mikinn fögnuð áhorfenda, bæði með staðæfingum sínum og þá ekki síður með æfingum á

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.