Skinfaxi - 01.05.1943, Qupperneq 69
SKINFAXI
71
50 m. sund kvenna: Steinþóra Þórisdóttir, Umf. Reykdæla,
35,(i sek.
Umf. Reykdæla vann móti'ð meS 43 stigum.
Þá fór fram drengjamót og urðu úrslitin þessi:
Langstökk: Kári Sólmundarson, Umf. Skallagrimur, 5,39 m.
Hústökk: Sigfús Pétursson, Umf. Skallagrímur, 1,40 m.
Kúluvarp: Jón Ólafsson, Umf. Skallagrímur, 12,22 m.
80 m. hlaup: Sveinn Þór'ðarson, Umf. Reykdæla, 10,4 sek.
50 m. sund, frjáls aðferð: Benedikl Sigvaldason, Umf. Is-
lendingur, 38,9 sck.
Umf. Skallagrímur vauu mótið með 17 stigum.
Mótið var fjölsótt að vanda, en veður fremur óhagstætt og
spillti það fyrir árangri í iþróttakeppninui.
HÉRAÐSMÓT U. M. S. VESTFJARÐA
var haldið að Núpi sunnudaginn 11. júlí. Ræður fluttu sr.
Jakoh Jónsson, Reykjavík og Halldór Kristjánsson, Kirkju-
bóli, en Guðmundur Ingi skáld flutti kvæði.
Mótið hófst með því, að 4 flokkar sýndu fimleika, undir
stjórn Bjarna Bachmanns frá Borgarnesi, en hann dvaldi við
íþróttakennslu á Veslfjörðum í fyrra vetur, að tilhlutun
U.M.F.Í. Flokkarnir voru þessir: Telpnaflokkur frá Umf. Ön-
undi, drengjaflokkur frá Umf. Mýrarhrepps, stúlknaflokkur
Frá héraðsmóti U.M. S. Vestfjarða á Núpi 11. júlí. Skrúðganga
íþróttamanna kemur á íþróttavöllinn.