Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1943, Síða 76

Skinfaxi - 01.05.1943, Síða 76
78 SKINFAXI Hverjir eru þjóðkunnir? Það vakti mikla athygli, að kveðjuathöfn Aðalsteins Sig- mundssonar skyldi ekki vera útvarpað 29. apríl s.l., en stjórn U.M.F.Í., Samband íslenzkra barnakennara og fræðslumála- stjóri höfðu sent útvarpsráði eindregin tilmæli um það. Út- varpsráð neitaði með þeim forsendum, að Aðalsteinn hefði ekki verið þjóðkunnur maður. Þeir, sem tóku þessa eftir- minnilegu ákvörðun voru: Magnús Jónsson prófessor, Páll Steingrimsson fyrv. ritstjóri, Einar Olgeirsson ritstjóri og Sig- urður Einarsson dósent. Fimmti maðurinn var ekki búinn að taka sæti i ráðinu. Hvað þeir kalla þjóðkunna menn er ekki full-Ijóst, en svo virðist sem háskólapróf sé eitt af óhjákvæmilegum skilyrð- um til þess að hljóta þá nafnbót. Sennilega fer almennings- álitið eftir öðrum reglum í dómum sínum. Og eitt er vist, að Aðalsteinn Sigmundsson átti öðrum fremur mjög ahnenn persónuleg ítök sem ungmennafélagi, kennari, skáti og síðast sem námsstjóri á Vesturlandi, auk þess sem liann var lands- kunnur af störfum sínum sem kennari, félagsmálaleiðtogi og rithöfundur. Ákvörðun útvarpsráðs verður þvi furðuleg og ekki ástæðulaust, þótt hún hafi sætt almennum ámælum. Bréfaskóli S.Í.S. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir rekið bréfaskóla síðan haustið 1940, við vaxandi útbreiðslu og vinsældir með hverju ári, og eru nemendur hans nú orðnir mjög margir. Aðalnámsgreinar eru sjö, og er valinn kennari í hverri grein. Forstöðumaður skólans er Jón Magnússon fil. kand. Hver námsgrein kostar aðeins 20—50 kr. og vat námsgreina og námshraði, hverjum nemanda í sjálfsvald selt. Hér er um tilvalið tómstundanám að ræða, ódýrt og hagnýtt, sem Skin- faxi vill mjög eindregið benda ungmennafélögum á og öðrum lesendum sínum. Meðal flestra menningarþjóða eru bréfaskólarnir fyrirferð- armikill þáttur í fræðslustarfseminni og nema milljónir manna á þennan hátt. Það er t. d. mjög algengt nú að háskólanem- endur í Bandaríkjunum, sem fara i striðið, halda námi sínu áfram í herhúðunum með lijálp bréfaskólanna og eru þeir reknir af mörgum víðkunnum háskólum þar í landi. í strjál- býlustu héröðum Ástralíu cr harnafræðslan að mestu leyti í höndum bréfaslcólanna. Skinfaxi mun síðar fræða lesendur sína nánar um þessa merkilegu menningarstarfsemi, sem mun hér, eins og annarsstaðar, verða menningu þjóðarinnar að miklu gagni. D. Á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.