Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 12
12 SKINFAXI glötuð, svo og danshátturinn. Þó er hér mikilvæg undantekning, en það eru færeysku dansarnir, sem lifað hafa af hnignunartímabil þjóðdansanna og ef- laust eru dansaðir á mjög líkan hátt og fyrir nokkrum öldum. Lítill vafi virðist leika á því, að svipaðir dansar hafi verið dansaðir á Norðurlöndum ahnennt, og bera sögusagnir, miðaldamálverk (kalkmálverk í örslev kirkju á Sjálandi*) og leifar af dönsum eins og „To- spring“ frá Ringköbing Amt í Danmörku þessu vitni. ólíklegt er, að dansað hafi verið eins á öllum Norð- urlöndunum, þótt allt bendi til þess, að dansarnir hafi verið hópdansar. Eflaust hefur dansinn verið nokkuð breytilegur innan hvers lands, svo og milli landa, og ekki er ólíklegt, að áhrifa frá öðrum löndum hafi gætt þá engu síður en nú á síðari árum. Líklega hafa minnstar breytingar átt sér stað í afskekktari lands- hlulum og löndum, eins og t. d. Færeyjum. Geta má þess, þó engar ályktanir verði af þvi dregnar, að dansar ýmissa suðlægari landa Evrópu, eins og t. d. sumir grísku dansarnir, eru allmjög svipaðir færeysku dönsunum, bæði hvað spor og danshátt snertir. Hef ég bæði séð og lært gríska dansa, sem strax komu mér til að hugsa, hvort hér gæti verið um skyldleika við færeysku dansana að ræða. Dansar þessir voru hóp- dansar, dansaðir í hring eða brotnum hi’ing og héldu allir saman. Sarna sporið var dansað erindið eða lagið út, en aðaltilbreytingin var annars í því fólgin, að einn úr hópnurn sleit hringinn, breytti eitthvað spoi’- inu eða hraða þess, en allir hinir fylgdu á eftir. Þá er og stundum dansað í einfaldri röð, og styðja þátttak- endur þá höndum á axlir hvers annars. Svipaðir dansar finnast einnig í sumum ai’abisku mælandi löndum. Það, sem einkum einkennir þessa dansa, eins og fær- eysku dansana, er tilbx’eytingalítill dansháttur, frem- +) Fri Ungdom 1944, bls. 28.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.