Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 64

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 64
64 SKINFAXI Nordens Ungdom. ÁriÖ 1948 kom út í Danmörku mikið ritverk í þremur stór- um bindum, sem bar nafnið: Nordens Ungdom. Ritstjóri þess var Jens Marinus Jensen, formaður danska ungmennasam- bandsins, sem mörgum íslendingum er nú að góðu kunnur. Munu ýmsir fulltrúar á siðasta sambandsþingi U.M.F.Í. hafa séð ritið hjá höfundinum. Ritverk þetta fjallar urn starfsemi hinna ýmsu æskulýðsfélaga á Norðurlöndum og skrifa í það leiðtogar æskumanna og ýmsir aðrir þekktir menn frá öllum Norðurlöndunum. Jens Marinus Jensen segir i formálanum: „Ritsafn þetta um norræna æsku segir frá sögu, markmiði og útbreiðslu hinna ýmsu æskulýðshreyfinga á Norðurlöndum og er samið út frá þeirri skoðun, að nauðsynlegt sé, að félögin fái tækifæri til þess að þekkja starfsemi hvers annars, bæði innan einstakra ianda og milli hinna norrænu þjóða.“ Meðal þeirra, sem i þetta rit skrifa eru: Folke Bernadotte greifi, dr. Hal Koch, prófessor Manfred Björkquist biskup, C. P. 0. Christiansen skólastjóri Grundtvigsskólans i Freder- riksbergi, Arvo Inkilá magister, formaður Ungmennasambands Finnlands, Harald "Wiik skólastjóri, einn af leiðtogum sænsk- finnsku ungmennafélagana, Knut Fortun ritari norsku ung- mennafélaganna og Jörgen Bukdahl rithöfundur. Þessir íslendingar eiga greinar í ritinu og um eftirgreind efni: sr. Eiríkur J. Eiríksson (Ungmennafélag íslands), Bjarni M. Gislason (íslenzk æska), sr. Friðrik Friðriksson (Kristilegt æskulýðsstarf á íslandi), Jens Benediktsson (íþróttir á ís- landi), Brynleifur Tobiasson (Bindindisstarf æskunnar á ís- landi) og Vilhjálmur Þ. Gíslason (Pólitisk æskulýðsstarfsemi á íslandi og skólar). Ritsafn þetta er forkunnar vel út gefið, pappír vandaður, og fjöldi mynda frá öllum Norðurlöndunum. Það er mjög eigulegt fyrir alla þá, sem láta sig félagsmál varða i hvaða mynd sem er. Verð í Danmörku er kr. 75.'00 danskar. Þeir, sem hefðu liug á því að eignast Nordens Ungdom, ættu að skrifa U.M.F.Í. sem myndi gera ráðstafanir til þess að út- vega bókina, eftir þvi sem pantanir bærust. FÉLAGSPR ENTSMIÐ JAN H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.