Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 60

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 60
60 SKINFAXI beint og óbeint, og sýndu þarna þakklæti sitt og viðurkcnn- ingu til skólans i verki. íþróttaiðkanir. Félagið hefur fyrr og síðar, lagt félögum sinum lið við nám og iðkun íþrótta, s. s. glimu, sunds o. fl. Var haldið uppi sundkennslu í Vaðlinum á Mýrum tvö sumur fyrir börn og unglinga sveitarinnar (1928 og 1929. Kennari: Valdi- mar Össurarson frá Kollsvík). Síðar kom sundkennsla í sund- laug héraðsskólans á Núpi, byggð 1931. Á siðustu árum hafa verið hér íþróttakennarar á vegum U.M. F.í. Síðustu tvö sumrin hefur söngkór æft söng á vegum félagsins, undir stjórn Hauks Kristinssonar á Núpi. Ýmis störf. Þá má og geta þess, að snemma á starfsævi félagsins, var þvi skipt í deildir til fyllra starfs. Út á sveitinni starfaði deild sem hét Harpa, á innsveitinni starfaði Heiðbláin. Síðar voru þær endurreistar. Á útsveit starfaði Yngri deild U.M.F. Mýra- hrepps, og á innsveit Tóbaksbindindisflokkur U.M.F. Mýra- hrepps, sem starfaði lengi og vel af miklu fjöri, og átti Guðm. Gislason á Höfða mikinn þátt í því starfi. Hafði flokkurinn um langt árabil jólatréssamkomur fyrir börn á Lambahlaði, stundaði kartöflurækt til fjáröflunar, fékkst við vegagerð til afskekktra bæja o. fl. Svipuð starfsemi átti sér stað lijá deild- inni á útsveitinni, meðan liún starfaði. Nú eru þessar undir- deildir U.M.F. Mýrahrepps úr sögunni i bili. Félagsheimili. Nú á siðustu árum er í undirbúningi, að lyfta þyngsta Grettistakinu, sem félagið hefur færzt í fang, þ. e. bygging félagsheimilis fyrir sveitina. Á félagið þegar i húsbyggingar- sjóði kr. 11.200.00. Er nú hafinn undirbúningur að samvinnu milli ungmennafélagsins og annarra félagssamtaka í sveit- inni um þetta mál, og er það vel. Vonandi verður þessu stór- virki lokið áður en næsta áfanga er náð, svo 50 ára afmælis- minningin verði haldin þar. Skylt finnst mér á þessari stundu, að þakka þann einstaka góðvilja, er félagið hefur notið frá upphafi, þar sem er ókeypis húsnæði til fundahalda, i barnaskólum hreppsins, í skól- anum á Núpi og í þinghúsinu á Mýrum, meðan það var i einka- eign. Og er Friðrik Bjarnason á Mýrum gaf hreppnum þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.