Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 60

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 60
60 SKINFAXI beint og óbeint, og sýndu þarna þakklæti sitt og viðurkcnn- ingu til skólans i verki. íþróttaiðkanir. Félagið hefur fyrr og síðar, lagt félögum sinum lið við nám og iðkun íþrótta, s. s. glimu, sunds o. fl. Var haldið uppi sundkennslu í Vaðlinum á Mýrum tvö sumur fyrir börn og unglinga sveitarinnar (1928 og 1929. Kennari: Valdi- mar Össurarson frá Kollsvík). Síðar kom sundkennsla í sund- laug héraðsskólans á Núpi, byggð 1931. Á siðustu árum hafa verið hér íþróttakennarar á vegum U.M. F.í. Síðustu tvö sumrin hefur söngkór æft söng á vegum félagsins, undir stjórn Hauks Kristinssonar á Núpi. Ýmis störf. Þá má og geta þess, að snemma á starfsævi félagsins, var þvi skipt í deildir til fyllra starfs. Út á sveitinni starfaði deild sem hét Harpa, á innsveitinni starfaði Heiðbláin. Síðar voru þær endurreistar. Á útsveit starfaði Yngri deild U.M.F. Mýra- hrepps, og á innsveit Tóbaksbindindisflokkur U.M.F. Mýra- hrepps, sem starfaði lengi og vel af miklu fjöri, og átti Guðm. Gislason á Höfða mikinn þátt í því starfi. Hafði flokkurinn um langt árabil jólatréssamkomur fyrir börn á Lambahlaði, stundaði kartöflurækt til fjáröflunar, fékkst við vegagerð til afskekktra bæja o. fl. Svipuð starfsemi átti sér stað lijá deild- inni á útsveitinni, meðan liún starfaði. Nú eru þessar undir- deildir U.M.F. Mýrahrepps úr sögunni i bili. Félagsheimili. Nú á siðustu árum er í undirbúningi, að lyfta þyngsta Grettistakinu, sem félagið hefur færzt í fang, þ. e. bygging félagsheimilis fyrir sveitina. Á félagið þegar i húsbyggingar- sjóði kr. 11.200.00. Er nú hafinn undirbúningur að samvinnu milli ungmennafélagsins og annarra félagssamtaka í sveit- inni um þetta mál, og er það vel. Vonandi verður þessu stór- virki lokið áður en næsta áfanga er náð, svo 50 ára afmælis- minningin verði haldin þar. Skylt finnst mér á þessari stundu, að þakka þann einstaka góðvilja, er félagið hefur notið frá upphafi, þar sem er ókeypis húsnæði til fundahalda, i barnaskólum hreppsins, í skól- anum á Núpi og í þinghúsinu á Mýrum, meðan það var i einka- eign. Og er Friðrik Bjarnason á Mýrum gaf hreppnum þetta

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.