Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI nokkur aukakostnaður fellur á erlend leikrit, sem tek- in yrðu til meðferðar. Þýðingarkostnaður verður alltaf talsverður á þessum leikritum, en ekki verður kom- izt hjá að greiða erlendum höfundum frekar en inn- lendum vegna ákvæða Bernar-sambandsins. Færi vel á því, að þessi aukakostnaður vegna þýðinganna yrði til þess að ýta undir pennafæra menn og konur i bæ og byggð til að skrifa leikrit, sem notazt yrði við heima fyrir. Ymis ágæt íslenzk leikrit eru þannig tií komin áður fyrr og eru þau svo kunn, að ég þarf varla að nefna höfunda þeirra, eins og Kristínu Sigfúsdóttur, Davíð Jóhannesson, Stein Sigurðsson og Pál Árdal. Loks á hér ef til vill heima að hvetja leikritavals- nefndir eða þá, sem ráða viðfangsefni leikflokkanna í bæ og byggð, að sýna stórhug og áræði í vali sínu, velja leikrit af skárri endanum ef þess er nokkur lcostur, helzt íslenzk, því að ánægja allra þeirra, sem að leiksýningunni vinna, er tvöföld, þá er þeir finna, að viðfangsefnið er einhvers virði. Heiðarleg tilraun til að leysa af hendi vandasamt verk og virðulegt er í alla staði eftirtektarverðari og skemmtilegri en gönu- hlaup í einhverjum „sprenghlægilegum skrípaleik“. Auk þess fer því fjarri, að gamanleikir og enda skrípa- leikir séu vandalaus viðfangsefni, ef rétt er leikið — en því er nú miður, að það, sem áhorfendum er boðið upp á í þessu efni, á oftast ekkert skylt við leiklist. m. Setjum nú svo, að leikflokkurinn hafi fengið upp í hendur gott viðfangsefni, sem gerir nokkrar kröfur til leikenda og um búning á leiksviði. Áður en sögunni víkur að æfingum og öðrum undirbúningi fyrir leik- sýninguna, er rétt að svipast um í samkomuhúsinu, þar sem á að sýna leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.