Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 38

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 38
38 SKINFAXI nokkur aukakostnaður fellur á erlend leikrit, sem tek- in yrðu til meðferðar. Þýðingarkostnaður verður alltaf talsverður á þessum leikritum, en ekki verður kom- izt hjá að greiða erlendum höfundum frekar en inn- lendum vegna ákvæða Bernar-sambandsins. Færi vel á því, að þessi aukakostnaður vegna þýðinganna yrði til þess að ýta undir pennafæra menn og konur i bæ og byggð til að skrifa leikrit, sem notazt yrði við heima fyrir. Ymis ágæt íslenzk leikrit eru þannig tií komin áður fyrr og eru þau svo kunn, að ég þarf varla að nefna höfunda þeirra, eins og Kristínu Sigfúsdóttur, Davíð Jóhannesson, Stein Sigurðsson og Pál Árdal. Loks á hér ef til vill heima að hvetja leikritavals- nefndir eða þá, sem ráða viðfangsefni leikflokkanna í bæ og byggð, að sýna stórhug og áræði í vali sínu, velja leikrit af skárri endanum ef þess er nokkur lcostur, helzt íslenzk, því að ánægja allra þeirra, sem að leiksýningunni vinna, er tvöföld, þá er þeir finna, að viðfangsefnið er einhvers virði. Heiðarleg tilraun til að leysa af hendi vandasamt verk og virðulegt er í alla staði eftirtektarverðari og skemmtilegri en gönu- hlaup í einhverjum „sprenghlægilegum skrípaleik“. Auk þess fer því fjarri, að gamanleikir og enda skrípa- leikir séu vandalaus viðfangsefni, ef rétt er leikið — en því er nú miður, að það, sem áhorfendum er boðið upp á í þessu efni, á oftast ekkert skylt við leiklist. m. Setjum nú svo, að leikflokkurinn hafi fengið upp í hendur gott viðfangsefni, sem gerir nokkrar kröfur til leikenda og um búning á leiksviði. Áður en sögunni víkur að æfingum og öðrum undirbúningi fyrir leik- sýninguna, er rétt að svipast um í samkomuhúsinu, þar sem á að sýna leikinn.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.