Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 57

Skinfaxi - 01.04.1950, Blaðsíða 57
SKINFAXI 57 sjaldan, varla oftar en einu sinni, or?5ið að vísa frá greinum, vegna klaufsku eða ósæmilegrar hugsunar, og verð ég að miklast af því fyrir hönd félagssystkina minna.“ Ritsmíðarnar í Viljanum hafa víst ekki bókmenntalegt gildi. En ég fullyrði að Viljinn hefur skemmt og yljað mörgum, sáð góðum frækornum, sem e. t. v. hafa spirað og borið ávöxt á hljóðlátan hátt. Ennþá er Viljinn félagsskapnum til gagns og ánægju, og svo mun enn verða, ef þrautseigjan varir. Og hver veit, hvenær upprennandi rithöfundur stígi þar fyrstu sporin. Vegavinna. Þegar á 2. fundi félagsins hefur Björn Guðmundsson máls á sveitavegum. Hélt hann langa ræðu og lýsti því live mikið gagn væri að þvi, fyrir menn og skepnur að hafa góða vegi, og sýndi fram á hve mikil þörf væri á vegum, þar sem börn þyrftu að ganga langt í skóla. Víst er, að hafizt var þegar handa með vegagerð haustið 1910, og byrjað við barnaskólann á Lambahlaði, sem þá var nýreistur. Varð hann strax einn af fundarstöðum félagsins. Varð það fljótlega að fastri venju, að hver félagsmaður, sem vildi og gat, legði fram tvö dagsverk á hverju hausti ókeypis. Var unnið föstudaginn og laugardaginn eftir fyrri leitir, og gjarnan haldinn félagsfundur, eða komið saman til skemmt- unar síðara kvöldið. Var þátttakan almenn mjög, ánægja ríkj- andi, áhugi og gleði yfir verkinu. Sýndu félagsmenn þarna mikla þrautseigju og óeigingirni Var því vegavinna þessi framkvæmd á hverju ári, þar til ríkið kom til skjalanna og vegurinn var tekinn i þjóðvegatölu. Var þá búið að leggja veg inn að Neðri-Hjarðardal og út að Seli. Munaði allverulega um þann vegarspotta. Mest bagaði það framkvæmdum, live illt var með malar- ofaniburð. Fyrstu 10 árin voru nær ekki til nothæfar kerrur eða atktygi til í sveitinni. En um 1920 og upp frá því fara bændur að eignast kerrur, svo innan fárra ára komast þær á hvert heimili. Bændur lánuðu margir góðfúslega hest og kerru, eftir að þær voru tiltækar en þó varð malar-ofaniburð- urinn heldur að sitja á hakanum, vegna þess hve margir unnu fáa daga, og hægast að koma þeim öllum að verki við undir- byggingu vegarins. Formaðurinn, Björn Guðmundsson, var að sjálfsögðu verkstjórinn. Það má segja, að nú sé búið að byggja utan um og yfir þenna ■veg. En mikið munaði um hann og mikið flýtti það fvrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.