Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 14

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 14
14 SKINFAXI gestaboðs, skal hann eingan veginn láta koma sér til drykkjuskapar, ei heldur til nokkurs annars óhófs, nætursetu, hégómaháttar í tali, dansi eður nokkru svoddan.“ Hin ástæðan er sú, að ýmsir hirðdansar og samkvæmisdansar báiust til Norðurlanda um þetta leyti. Dansar þessir ruddu sér fljótlega til rúms meðal ahnennings, en hneyksluðu lengi vel æðri stéttamenn, ekki sízt polki og vals, sem innleiddu hinn mjög svo hneykslanlega sið, að pilturinn hélt utan um stúlkuna í dansinum. Svo vh'ðist sem mótstaðan hafi smám sam- an dvínað, og heimildir eru fyrir því, að í Danmörku hafi biskup dansað polka í brúðkaupsveizlu (árið 1647) án þess nokkuð væri til þess tekið. Ólíkar aðstæður. vankunnátta, gleymska og hin skapandi hneigð fólks- ins orsakaði ýmsar breytingar á hinum vinsælu sam- kvæmisdönsum, og hafa afbrigðin síðan ílenzt í hér- uðum eða byggðarlögum. Skömmu fyrir síðustu aldamót fer áhugi ýmissa dansunnenda og þjóðræknisvina að vakna fyrir hinum gömlu hringdönsum. Hefst þá leit að gömlum söng- dönsum, sem lítinn árangur bar fyrr en komið var til Færeyja, en þangað sóttu Svíar og Norðmenn Færey- ingasporið (vikivakasporið). Fyrst reyndu áhugamenn að dansa á svipaðan hátt og Færeyingar gerðu, en brátt kom í ljós, að dansinn var of einhæfur til að halda áhuga fólksins, og fóru þá að þróast ýmis afbrigði söngdansa. Samhliða þessari endurvakningarhreyfingu beinist áhugi dansunnenda í aðra átt, en það er að viðhaldi ýmmissa samkvæmisdansa, sem borizt höfðu til Norð- urlanda á síðustu tveim öldum, dansa, sem áttu sinn þátt í því, að söngdansarnir gleymdust. Dönsum var safnað út um landsbyggðina, en aðrir samdir eða end- urbættir. Grundvallaruppistaða þessa dansflokks má segja, að sé einkum polki, en auk þess skottis, mazurka og vals.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.