Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 16

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 16
16 SKINFAXI að dansinum leiðir, enda vita þeir, sem tekið hafa þátt í sænskum þjóðdönsum, að þeir krefjast ýmist leikni og þols fimleikamannsins eða listrænnar ná- kvæmni listdansarans. Annar listamaður hefur einnig haft allvíðtæk áhrif á sænska þjóðdansa, en það er Anders Selinder ballett- meistari við Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi. A. Selinder hefur sótt efnivið sinn í gamla polka og aðra vinsæla dansa almennings, endurbætt þá fyrir leiksvið eða samið nýja. Á seinni árum teljast þessir dansar orðið til þjóðdansa. Af dönsum hans má nefna Vinga- kesdansen, Jösseharadspolskan, Daldansen, og Skra- loten.*) Á sviði söngdansanna (sanglekar) störfuðn einnig margir áhugasamir brautryðjendur, og mætti þar nefna Artur Hazelius og Otto Hellgren. Sá síðarnefndi starf- aði við Náás lýðskólann og gaf út kennslubækur í söng- dönsum. Sérstök námskeið (lekkurser) hafa verið liald- in við Náás frá 1895, og hafa þau áreiðanlega átt drýgstan þátt i útbreiðslu söngdansanna í Svíþjóð. Til Færeyja sóttu Svíar vikivakana, en mikið hefur einnig verið samið af söngdönsum, og er þá yfirleitt reynt að að túlka efni vísnanna. Þá teljast ýmsir söng- leikir barna til söngdansanna. Sumir leikir þessir voru til í landinu, en aðrir eru aðfluttir. Að lokum má segja um sænsku þjóðdansanna: Ot- breiðsla þeirra fer vaxandi, og eru vinsældir þeirra meðal yngri kynslóðarinnar allmiklar. Þjóðdansabækur, sein gefnar hafa verið út af og til frá því skömmu fyrir 1900, stuðla mjög að útbreiðslu þeirra. Margir dansarnir eru nokkuð flóknir, einkum þeir, sem sóttir hafa verið á leiksviðin, og ekki fljótlærðir. Söngdans- arnir eru yfirleitt einfaldari, en samt nægði hið ein- falda Færeyingaspor ekki að festa rætur svo teljandi *) Svenska Folkdanser.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.