Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 18
18 SKINFAXJ enda frú Garborg þetta fyrsta ár var hr. Helgi Valtýs- son, sem síðar gerðist brautryðjandi í endurreisn ís- lenzkra vikivaka. Árið áður hafði frú Garborg heini- sótt Island og Færeyjar í víkivakaleit. Nemandi hennar var frk. Klara Semb, sem brátt hóf kennslu söng- dansa, víkivaka, víða um Noreg. K. Semb var frá upphafi mjög hrifin af gömlu þjóðvísunum og kenndi færeysku dansana með liringbroti sem eina tilbrigði í danshætti. I inngangsorðum að danslýsingum segir K. Semb m. a.: „Ég stritaði og vann ár eftir ár og söng sjálf og freistaði þess, að nemendur mínir fengju áhuga fyrir söngdönsunum, en alstaðar dóu þeir út, þegar ég var farin burt.“ Næsta skrefið var að breyta dönsunum, gera þá fjölbreyttari. Bæði var bætt inn í sporum, og afstaða dansenda til hvers annars gerð fjölbreyttari. Oftast mun efni erindanna hafa ráðið mestu'um hreyfingar dansenda, en inn í þá fléttast spor og áhrif frá ýmsum gömlum samkvæmisdönsum, svo sem polka og skottís. NorSkir þjóðdansar, eins og við sjáum þá í dag, virðast hafa orðið fyrir sterkari áhrifum frá færeysku dönsunum en sænsku dansarnir. Þetta er mjög cðli- legt, þegar þess er gætt að frlc. Klara Semb var mikill unnandi færeysku dansanna og dáðist að einfaldleika þeirra, sem söngurinn einn gerði svo einkennilega túlk- andi. Auk aragrúa söngdausa, sem finnast nú í Noregi, teljast nokkrir gamlir samkvæmisdansar og ýmis al'- brigði þeirra einnig til þjóðdansa. Danmörk: Skömmu eftir aldamótin hófst þjóðdansaalda í Dan- mörku með stofnun „Foreningen til Folkedansens Fremme“. Einn aðalbrautryðjandi þessa félags var Lektor Andreas Otterström. Frá stofnun hefur félagið unnið að söfnun dansa og útgáfu danslýsinga. Þróunarsaga dönsku þjóðdansanna er eínkum frá-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.