Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 21

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 21
SKINFAXI 21 Til þess að þessar trjátegundir geti borið þroskað fræ, þarf meðal-hitastigið að vera nokkru hærra, fyrir furu t. d. 10° C., en fyrir greni nokkru lægra. Einstök hlýrri ár hafa mikil áhrif viðkomandi fræþroskuninni á hinum kaldari stöðum. Jafnhliða hitastigi vaxtarskeiðsins, koma aðrar að- stæður einnig til greina, sem hafa áhrif á útbreiðslu skóganna, svo sem frjósemi jarðvegsins, úrkomur, vindar o. fl. Á hinn bóginn er um að ræða aðra krafta, sem nefna mætti hin „ónáttúrlegu“ öfl, sem einnig takmarka mjög vaxtarsvæði skóganna. 1 þeim flokki er búseta manna með beit kvikfénaðar langsamlega áhrifamest. Því nær sem dregur hinum „náttúrlegu“ takmörkum, því meir gætir hinna „ónáttúrlegu“ afla, þar sem þau ná að hafa áhrif á vaxtarmöguleikana. Island liggur nærri norðurtakmörkum þess svæðis, sem skógviður þrifst á. En engin ástæða virðist þó til þess að véfengja frásögn Ara fróða í Islendinga- bók um það, að í upphafi Islandsbyggðar hafi landið verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Ef skyggnzt er í söguna og hérlendir búnaðarhættir athugaðir, þarf ekki að undrast það, þó ekki séu hér víðlendir skógar nú. Það eru dæmi þess, að skógar hafa gjöreyðzt, vegna óskynsamlegrar og harkalegrar meðferðar í löndum sem liggja sunnar og hafa upp á betri vaxtarskilyrði að bjóða en hérlendis eru fyrir hendi. Það má nærri merkilegt heita, að örla skuli hér á landi á skógarleifum, þrátt fyrir hina gegndarlausu herferð á skógana. En tilfellið er, að víða um land eru allstór svæði enn þá þakin birkikjarri. Einkum eru það staðir, sem ógreitt er að komast að einhverra hluta vegna, s. s. árhólmar, klettasyllur o. þ. h. Það hafa eingöngu verið hinar harðgerðari tegundir birkis og reyniviðar, sein uxu liér til forna. Engin barrviðar- tegund hefur vaxið hér, að undanteknum eininum, sem er hér aðeins jarðlæg runnategund.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.