Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 28

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 28
28 SKINFAXI um gróðursettu plöntum fyrstu árin. Skæðustu óvinir ungplöntunnar eru holklakinn og kvikfénaðurinn, eink- um sauðfé og nautgripir. Að vetri til a. m. k., sækist sauðfé mjög eftir hinum grænu barrplöntum, því þær eru mjúkar og safamiklar, einkum toppbrumin. Jafn- vel þó toppstýfð barrplanta tóri áfram, eftir slíkt áfall, má hún heita eyðilögð, því í toppbruminu er vaxtar- broddurinn. Toppstýfð furuplanta hefur enga mögu- leika til þess að verða að hávöxnu tré. Og þannig út- leikin greniplanta getur að vísu skotið öðrum anga á ská út úr stofninum, en slíkt tré getur aldrei fengið fagurt form og má heita verðlítill viður. öll mistök ber að varast þegar frá upphafi. Sjálfsagt er því, að notfæra sér þá þekkingu og reynslu, sem fengizt hefur af hinum markvissu tilraunum með ræktun barrtrjáa hérlendis hin síðari ár. Árangurinn af þeim tilraun- um ætti nú að geta fært öllum heim sanninn um það, að skógrækt á Islandi er ekki lengur fjarlæg hugsjón, heldur viðfangsefni, sem bíður þess, að fjölmargar hendur um gjörvallt Island taki til óspilltra málanna. Við vitum nú öll, að setningar og ljóðlínur, eins og t. d. „Fagur er dalur og fyllist skógi....“ og að „menningin vex í lundum nýrra skóga“ á Islandi hljóma ekki lengur sem hvei’jir aðrir skáldaórar fyrir eyrum okkar. Þetta mál er annars þannig vaxið, að óhugsandi er, að verulegur skriður komist á það, ef einungis yrði unnið eftir taxtakaupi og lagaboðum, samkv. nýjustu tízku. Áhuginn þarf að koma innan frá. Það þarf að skapast hljómgrunnur fyrir nauðsyn þess meðal al- mennings í landinu, svo að fjöldinn verði fús til að fórna einhverju fyrir það. Leiðin liggur líka beint við. Ungmennafélögin taki verkefnið á sína arma. Hér er einmitt tilvalið verkefni fyrir þau að starfa að. En ef málið nær að heilla ungmennafélags-æskuna, má fullyrða, að því er borgið. Ungmennafélögin eiga

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.