Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 34
34 SKINFAXI Þetta eru óneitanlega háar upphæðir, enda hefur ekkert verið til sparað að gera húsið svo vel úr garði, sem kostur hefur verið, svo það mætti fyllilega vera fært um að gegna hlutverki sínu í framtiðinni. Ég hefi stundum orðið var nokkurrar undrunar hjá mönnum yfir því að okkur hér í tiltölulega fámennu byggðarlagi skyldi takast að byggja þetta hús næstum skuldlaust, (áhvílandi skuldir eru mest innansveitar- lán) á sama tíma og byggður var barnaskóli í hreppn- um, er kostaði allt að kr. 400.000,00. Þessu eru því til að svara, að það var fórnfýsi fólksins fyrst og fremst sem hér var að verki. Hér lögðu allir hönd á plóginn — jafnt eldri sem yngri. — Jafnvel yngstu börnin lán- uðu spariskildingana sína, ef á þurfti að halda. Þess má einnig geta, að hlutur þess opinbera hefur verið ómetanlegur. Ber slíkt að þakka að makleikum. Ekki hvað sizt eiga þeir menn þakkir skilið, sem fyrst hófu máls á þvi, að hið opinbera legði húsnæðismálum umf. lið. Starfrækslu Félagslundar er þannig háttað, að húsið er starfrækt sem sjálfseignarstofnun, samkæmt reglu- gerð. Starfræksluna annast 5 manna húsnefnd. Er hún skipuð 2 frá ungmennafélaginu, 2 frá hreppnum og 1 frá kvenfélaginu. Húsnefnd ræður húsvörð, er sér um daglegan rekstur hússins. öll afnot af húsinu eru seld samkvæmt reglugerðinni. Tekjur hússins renna allar i rekstrarsjóðinn, en hann er i vörzlu húsnefndar- innar. llr honum er aftur greitt það, sem þarf til starf- rækslu hússins, svo sem ljós, hiti, ræsting o. fl. Enn- fremur viðhald hússins og áhalda i því. Eg hefi hér að framan rifjað upp í stórum dráttum sögu Félagslundar. Þó hún sé ekki löng ennþá, er hún ef til vill ofurlítið athyglisverð. — Hún sýnir, hverju

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.