Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 43

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 43
SKINFAXI 43 fram, og þar sem leiksviðið er svona lítið, er heldur ekki nauðsynlegt að ætla fyrir hvíslaraklefa undir gólfi framsviðsins. Yfir höfuð ber að forðast halla á leik- sviðsgólfinu, öll notkun tjalda verður einfaldari ef gólfið er hallalaust. — Atliygli skal vakin á reitum, sem afmarkaðir eru með punkta-línum á teikningunni. Þarna eru hlemmar yfir rauf á leiksviðsgólfinu en geymsla undir og má taka húsgögn og leiktjöld upp um raufina. Þá er vert að taka eftir því, að leiksviðið er tengt öðrum vistarverum í húsinu með tvennum dyrum og stiga ofan í kjallara. Það er algengur mis- skilningur, að leiksviðið eigi að vera einangrað út við gafl á byggingunni, en þetta er til óhagræðis, þó að ekki sé á annað litið en það, að þá verður að sníða af hinu dýrmæta húsrúmi fyrir búningsherbergi leik- enda og verða þau, þar sem svo til hagar, ekki notuð til annars, en með greiðum aðgangi að leiksviði má fá leikendum til afnota herbergi í húsinu, sem væru ætluð fyrir annað (bókageymsla, búningsklefar vegna leik- fimi, kennslustofa, auð gestaherbergi eða lítil funda- herbergi). Frh.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.