Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 44

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 44
44 SKINFAXI ÍÞRÓTTAÞÁTTUR XVII: Hátt, langt og hratt. Á undanförnum 9 árum hafa birzt í Skinfaxa kennsluþættir i frjálsum iþróttum. Me<5 útkomu 2. heftis 40. árg. lauk þess- um kennsluþáttum. Ég er glaður eins og sá, sem náð hefur settu marki. Eg er þakklátur þeim, sem í upphafi hvöttu mig til þessa verks. Ég er ánægður með að hafa orðið þess var, að þættirnir hafa komið að gagni. Ritstjórum og forráðamönnum Skinfaxa vil ég þakka, að þeir hafa aldrei talið eftir rúm i ritinu, né peninga fyrir ríiynda- mót, sem eru orðin mörg og dýr. Þá hef ég verið svo heppinn, að Skinfaxi hefur verið settur af vélsetjurum, sem eru áhuga- menn um frjálsar íþróttir, og hafa þeir oft gert tillögur um betri framsetningu. Má þar tilnefna Ólaf Sveinsson, sem fyrst- ur tók að rita kennsluþætti í frjálsum íþróttum liér á landi, fyrir nær 40 árum, og þá í Skinfaxa. Tvö siðustu árin hefur verið mér til aðstoðar ágætur frjálsiþróttamaður og kennari, Stefán P. Kristjánsson, sem ritað hefur einn þáttinn. Eftir að hann tók við af mér sem kennari i frjálsum íþróttum við i- þróttakenaraskóla íslands á s.l. ári og tók að styðjast við þætti mína í kennslununi hefur hann af þekkingu sinni og reynslu gagnrýnt þá, svo að ef þeir koma út í bókarformi, teldist hann annar höfundur þeirra. Kæru lesendur íþróttaþáttanna! Þið eruð dreifðir um landið og búið við allmisjöfn æfingaskilyrði. Þið eruð margir „ein- yrkjar“ og „tómthúsmenn", án kennara, æfingafélaga, iþrótta- húss, baða eða íþróttavallar. En þið eigið þó viljann til iþróttaiðkana, lífskraftinn og landið sameiginlega. Við höfum oft minnzt á það í þáttunum, að sá, sem ekki ú vilja, nær skammt, og sá, sem setur fyrir sig skort á iþrótta- húsi eða íþróttavelli, er ekki „á setjandi". Fjaran, melurinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.