Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 45

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 45
SKINFAXI 45 túnið, mýrin eru liinir ágætustu leikvangar, liugsunin, athug- unin, viljinn og „krafturinn i sjálfum þér“ beztu félagarnir. Nú fer að líða á vetur. Þú hefir í vetur stundað mýkjandi og hitandi fimleikaæfingar til þjálfunar, gengið, skokkað, hlaupið við fót, sprett úr spori og baðað þig. En nú tekur þú fram Skinfaxa og lítur í iþróttaþættina og tekur til við séræfingar þínar i þeirri eða þeim frjálsíþróttagreinum, sem þér falla bezt. Þjálfun þín til þessa hefur miðað að því að efia líkama þinn, fá aukna snerpu, styrk og þol, en nú þarftu að þjálfa þig til tæknilegrar færni og leikni i sérgrein þinni. í þeirri við- leitni skaltu brjóta greinina í þáttabrot, líkt og ég hef leitazt ▼ið að gera i kennsluþáttunum, æfa og hugsa hvert smáatriði, tengja þau siðan sainan smátt og smátt i heild, svo allt verði reiprennandi, auðvelt og skemmtilegt, og færi þér ánægju og siaukin afrek. Engin þjösnaleg átök má hafa i frammi né erfiði. Slíkt þreytir og dregur úr getunni. Hefurðu ekki tekið eftir þvi við vinnu, að beitir þú þér til hins ýtrasta einn dag, eru afköst þín léleg hinn næsta dag? Sé haldið áfram að beita ýtrustu orku dögum saman, kemur þreytan, sljóleikinn og leiðinn. Sama regla gildir um æfingu iþrótta. Varastu of- þjálfun. Mundu eftir mýktinni. Varastu langvarandi vöðva- bindingu. Margt má áreiðanlega að kennsluþáttunum finna, en þó er einn galli þeirra stærstur, og hann er sá, að í þá vantar leið- beiningar um æfingu og þjálfun. Æfingatöflur og þjálfunar- lýsingar ættu að hafa fylgt hverjum þætti. Úr þessu mun verða bætt, ef þeir koma út i heild. Við höfum séð það á undanförnum árum, að islenzk æska um allt land getur stokk- ið hátt, stokkið og kastað langt og hlaupið hratt. En komist lslenzk æska upp á lag með að æfa iþróttir sinar á þann hátt sem skynsamlegast er talið, mun hún ná hærra, lengra og hraðara. Og þessara auknu afreka mun ekki aðeins gæta i leiknum, heldur líka í hinu daglega lífi, hvert sem starfið annars er. í iþróttaþáttum Skinfaxa i framtíðinni munu því verða tekin til meðferðar ýmis þau atriði, sem geta stuðlað að bætt- um iþróttaiðkunum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.