Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 54

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 54
54 SKINFAXI Guðmundur Hermannsson tók lengi virkan þátt í félags- starfinu, þar til annir við kennslu, bú og börn meinuðu hon- um að fórna félaginu svo miklu af starfskröftum sinum og hann hefði kosið, kaus hann þá heldur að draga sig i hlé, en var þá þakkað vel unnið starf með þvi að gera hann að heiðursfélaga. Björn Guðmundsson var sjálfkjörinn foringi og leiðandi andi hins unga félags, og ekki eingöngu þess, lieldur og fé- lagsskaparins alls á Vestfjörðum, sem fjórðungs- og héraðs- sambandsstjóri U.M.F. Vestfjarða um 30 ára skeið. Stjórn Björns á félaginu var af mikilli alúð rækt. Hann sótti hvern einasta fund þess, nema fjarvera úr sveit hamlaði, og stjórnaði þeim. Var stjórn hans svo sterk og örugg, að flestir félagsmenn kusu heldur að hlusta á ágætlega hugs- aðar og meintar ræður hans, en að leggja sjálfir mikið til málanna á fundunum. Var því þátttaka félagsmanna á þessum árum í umræðum á fundum félagsins, aldrei almenn. Má þvi segja, að margir félagsmenn hafi miður rækt þann tilgang félagsstarfsins að æfa sig á að láta álit sitt á málefnum í ljósi í ræðum. En þeir hlustuðu af sívökulli alúð á umræður og sérstaklega hinn ástsæla formann, og námu þannig og kynntust anda og til- gangi félagssamtakanna, en tóku allir virkan þátt í öðrum félagsstörfum, sem ekki eru síður mikilsverð og til mannbóta og þroska. Margar ræður formannsins, ekki sízt á aðalfundum félags- ins, sem oftast voru um áramótin, verða okkur, sem þeirra nutum, ógleymanlegar. Þetta er mér Ijúft að muna og þessa að minnast nú. Ungmennafélagið átti lcennara i lýðskóla fyrir formann. Félagið varð í höndum hans skóli og fundirnir kennslustundir. Þá vil ég og með nokkrum orðum minnast fyrsta ritara félagsins: Jóns Friðrikssonar. Ilann rækti starf sitt af alúð og trúmennsku. Skrifaði afar fagra ritliönd, eins og fyrsta gerðabók félagsins sýnir. Hann var söngunnandi og söng- maður ágætur og studdi þann þátt félagsstarfsins mjög. Þá var liann ágætur glímumaður og áhugamaður i þeim efnurn og studdi mjög að iðkun þeirrar íþróttar, meðan hans naut við, ásamt formanninum, sem einnig var góður glímumaður og leikfimiskennari. Jón Friðriksson var allra manna glaðastur, góður drengur og félagi. Hann gegndi ritarastörfum þar til hann lézt, en

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.