Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1950, Qupperneq 58

Skinfaxi - 01.04.1950, Qupperneq 58
58 SKINFAXI vegasambandi um megnið af sveitinni, sem nú er löngu komið. Mörg sporin, mönnum og skepnum, er vegagerð ungmennafé- lagsins búin að auðvelda, og ekki sizt börnunum í sveitinni skólagönguna. Og gjafavinnan gerði okkur ríkari, eins og allar gjafir, ekki sízt að góðum og ánægjulegum endurminningum. Sjúkrahjálp. Þegar á fyrstu árum félagsins er þvi hreyft á fundum, að bindast beri samtökum til að létta þjáðum félögum sjúkdóms- byrðar. Vist er um það, að árið 1915 er tveim félagsmönnum, er liggja á sjúkrahúsi í Reykjavík send peningahjálp frá fé- laginu eða félagsmönnum. Félagið var á þessum árum svo stórhuga, að undirbúið er og samið langt og itarlegt laga- uppkast fyrir sjúkrasamlag i Mýrahreppi. Er það i 18 greinum, og að ýmsu líkt því, sem nú fyrir fám árum er komið í framkvæmd, nema fyllra sé. Af stofnun sjúkrasamlags varð þó ekki, en lengi var það eitt af aðaláhugamálum félagsins að aura saman í sjúkrasjóð, með 14 af árgjöldum félagsmanna og ágóða af fjáraflasam- komum, sem félagið hélt, venjulega einu sinni á ári. 1931 er hætt að leggja 14 af árgjöldunum við sjóðinn, og er hann þá orðinn kr. 2328.04. 1939 er skipulagsskrá samin og telur sjóð- urinn þá til starfa og er afhentur sveitinni, þó með íhlutun U.M.F. Mýrahrepps i stjórn hans. Er hann þá kr. 3220.00, 1949 kr. 4625.36. Skömmu eftir að sjóðurinn tók til starfa, kom dýrtíðin og verðfall peninganna, sem gerði þetta verk okkar að nær cngu. Það voru fáir peningar í umferð, þegar verið var að aura sara- an í sjóðinn, og ágóðinn af hverri fjáraflasamkomu þætti nú smár, og fékkst þvi aðeins svo hár, að öll fyrirhöfn, og það, sem lagt var til úr sveitinni, var gefið. Gott var, að við viss- um það ekki þá, að svikamylla dýrtíðarinnar léki þetta eftir- lætisbarn okkar svo sem nú ber raun vitni. Sjóðurinn ætti nú að réttu lagi að teljast i 40—50 þús. krónum með nú- verandi gildi þeirra. Heimilisiðnaður. Heimilisiðnaði hefur félagið sinnt með námsskeiðum (t. d. tréskurðarnámskeiði 1919 með Guðm. Jónsson frá Mosdal sem kennara og var mjög fjölsótt), sýningiun á heimilisiðn- aði o. fl. Þá má ekki gleyma stofnun og starfsemi h.f. Spunakonan,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.