Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 59

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 59
SKINFAXI 59 sem stofnuð var 1921 eða 1922. Björn GuSmundsson sá spunn- ið á handspunavél á Heimilisiðnaðarsýningunni í Reykjavik 1921. Gekkst liann síðan fyrir því, að ungmennafélagar keyptu hingað handspunavél, 25 þráða. Kenndi Björn sjálfur að spinna á vélina. Yar vél þessi notuð mikið árum saman og kom hún að hinu mesta gagni. Siðar bættust 2 aðrar vélar sveitinni, sem líka voru félagseign, og hafa þær orðið heim ilisiðnaði sveitarinnar ómetanleg stoð. Bókasafn Mýrahrepps. 31. desember 1894 var stofnað Lestrarfélag Mýrahrepps og var það aðallega fyrir tilhlutan Bindindisfélags Mýrahrepps. Starfaði það um margra ára skeið og naut styrks úr sveitar- sjóði. A fyrstu árum ungmennafélagsins var félagið liætt störfum, en hreppurinn hafði eignazt bækur þess. Var þá safnið ónotað og í vanhirðu. Bauðst þá ungmennafélagið til að taka að sér starfrækslu safnsins, ef hreppurinn vildi leggja fé af mörkum á móti félaginu til starfrækslunnar. Var gerður 5 ára samningur 1. jan. 1915 milli félagsins og hrepps- nefndarinnar, þar sem félagið tók að sér umsjón, starfrækslu og varðveizlu bókasafnsins. Lét það smiða bókaskápa, fékk til bókaverði og hefur síðan séð um starfrækslu safnsins, en samningurinn var aldrei framlengdur skriflega. Hefur safnið starfað á hverju ári siðan og mikið notað. Héraðsskólamálið. Á héraðsþingi Ungmennafélags Vestfjarða, sem haldið var á Arngerðareyri 1928 var samþykkt að gera liéraðsskóla- málið að óskabarni héraðssambandsins. Stóð þá til að breyta ungmennaskóla sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, sem starfað hafði þar með prýði frá 190C i héraðsskóla fyrir Vestfirði. Vantaði þá stórmikið fé heiman úr héraði til stofn- kostnaðarins til nýbygginga. Lofuðu Vestur-ísafjarðarsýsla, Norður-ísafjarðarsýsla og Barðastrandarsýsla 10 þúsund kr. framlagi hver. En héraðssambandið lofaði 15 þús. krónum. Var þessi samþykkt ofdirfskuverk fáeinna fátækra ungmenna- félaga, sem þá höfðu i mörg önnur horn að lita. Varð þó hér- aðssambandið fyrst til að fullnægja sínu loforði. Var sam- bandinu lánað féð vaxtalaust, um óákveðinn tíma, af mörg- um félögum i ungmennafélögum og fáeinum öðrum unn- endum þeirra. Tóku félagar i U.M.F. Mýrahrepps að sjálf- sögðu allmikinn þátt í þeim stuðningi. Félögin skildu og kunnu að meta, að skólinn hafði verið þeim ágæt stoð bæði

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.