Skinfaxi - 01.11.1952, Blaðsíða 6
102
SKINFAXI
enda eru þeir einkar stílfagrir, léttir og skemmtilegir.
Ég tel, að við ættum eindregið að ía hingað finnska
danskennara, til þess að kenna hér þessa fögru og
skemmtilegu dansa. Það væri t.d. mikill fengur fyrir
íslenzka íþróttakennara að eiga þess kost að læra þessa
dansa og geta svo kennt þá síðar nemendum sínum.
Ferðalög. Farið var í nokkrar stuttar ferðir um ná-
grennið. Einn daginn heimsóttum við tvö ungmenna-
félög og sátum skennntilega samkomu hjá þeim og
kaffiboð um kvöldið. Annan dag fórum við til Blokhus.
Heimsóttum við þar rithöfundinn Thomas Olsen
Lökken á 75 ára afmælisdegi hans. Drukkum við kaffi
hjá honum, og átti ég stutt samtal við hann á eftir.
Sagði hann mér í stórum dráttum frá ritverkum sínuin,
en hann er sumum Islendingum nokkuð kunnur. Hann
hefur skrifað 28 bækur, og hefur ein þeirra komið út í
íslenzkri þýðingu eftir Jochum M. Eggertsson. Hcitir
hún Nýt bátur á sjó. Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna,
4. júli, fórum við til Rébild-hátíðarinnar, en Rebild er
staður á miðju Jótlandi, 35 km suður frá Álaborg, sem
dansk-amerískir innflytjendur keyptu og klæddu skógi.
Fyrir nokkru gáfu þeir svo rikinu staðinn og er árlega
haldinn þar liátíðlegur 4. júlí. Að þessu sinni voru um
25.000 gestir á hátíðinui, og þar af talið um 4000 manns
komnir beint frá Ameríku. Til hátíðarinnar var vel
vandað og hátíðablær yfir öllu. Hátíðin stóð frá
klukkan 3 til 5 um daginn, og skiptust þar á stuttar
ræður, ávörp, hljóðfæraleikur og söngur. Nokkrar
fleiri ferðir fórum við; m.a. skoðuðum við einn józkan
bóndabæ og helztu merka staði á Norður-Jótlandi.
Hlutverk æskulýðsvikunnar.
Helzta hlutverk æskulýðsvikunnar er það, að stuðla
að aukinni kynningu Norðurlandaþjóðanna innbyrðis.