Skinfaxi - 01.11.1952, Blaðsíða 8
104
SKIKTAXI
Utefán Ut. ^óniion :
Starfsemi Norges Bygdeungdomsslag
Á síðast liðnu sumri dvaldi ég rúman mánuð í Norcgi
á vegum Ungmennafélags Islands til þess að kynna mér
starfsemi Norges Bygdeungdomslag.
FéÍagskapur þessi er ungur að árum, en hefur náð
ævintýralegum vexti á skömmum tíma. Það er aðal-
lega æska sveitanna, sem myndar þennan félagsskap.
Eitt aðalviðl'angsefni hans er að kenna ungu fólki hag-
nýta vinnu og vinnuaðferðir og vekja áhuga fyrir
vinnunni. Hefur félagsskapurinn heitt sér fyrir margs
konar vinnukeppni í þessu sambandi. Hér hefur þessi
vinnukeppni fengið nafnið starfsíþróttir. Þessi keppni
er allfrábrugðin hinum eiginlegu íþróttakappleikum,
sem við könnumst svo vel við hér heima. En fólk áttar
sig fljótt á því, að hér er um annars konar keppni að
ræða, t.d. keppni í handmjöltun, vélmjöltun, plæging-
um með hestum eða dráttavél, mati á búpeningi, trjá-
plöntun, og svo framvegis.
Norges Bygdcungdomslag er stofnað haustið 1940,
þó rekja megi aðdraganda að stofnun þess allmikið
lengra aftur í tímann, eða til ársins 1934. Keppni í
starfsafköstum hafði verið komið á fót innan norska
búnaðarsambandsins áður en NBU var stofnað, og var
fyrst rætt um það, að æska sveitanna ætti eingöngu að
starfa innan búnaðarsambandsins að þessum málum.
En það var ekki fyrr en stofnað var sérstakt samband,
að skriður komst á málið.
starf allra ungmennafélaga á Norðurlöndum. Þess vegna
ber okkur að stuðla að aukningu hennar.
Stefán Öl. Jónsson.