Skinfaxi - 01.11.1952, Blaðsíða 27
SKINFAXI
123
Áliorfendur fullir
athygli.
4. Skreyting.
5. Heildarsvipur.
Fyrir hvert atriði er gert ráð fyrir að gefa ákveðin
stig, og geta þau farið upp í 100. Dómnefndin komst i
hin mestu vandræði, sem við var að búast, því öll voru
borðin hin glæsilegustu og erfitt að gera upp á milli
þeirra. En til þess að gera skyldu sína, tilkynnti hún
hinum eftirvæntingarfullu áhorfendum dóm sinn, er
var á þá leið, að Lilja Þórarinsdóttir við borð 4 hlyti 1.
verðlaun og Guðríður Jónsdóttir við borð 2 önnur verð-
laun. Annars fór nefndin hinum mestu lofsorðum um
öll borðin. Dómur þessi virtist falla áhorfendum vel í
geð og fór nærri því, sem margir þeirra höfðu dæmt.
Hér var hátíðlegri athöfn lokið, og þegar gengið var
úr salnum heyrðust ýmsir segja, að þeir hefðu aldrei
trúað því, að það gæti verið svona spennandi að leggja
á borð. Þannig lauk hinni fyrstu keppni i þessari starfs-
íþrótt. Hennar verður lengi minnzt af þeim, sem á
horfðu. Þeirra er nú að útbreiða íþrótt þessa. Heglurnar
fyrir henni eru skýrar og einfaldar. Eru þær birtar í
2. hefti Skinfaxa 1952. Hafi þessar fjórar austfirzku
stúlkur, er þarna brutu ísinn, þökk fyrir.
Starfshlaupið var önnur grein starfsíþrótta, sem
keppt var í. Skráðir voru fjórir keppendur, og mætlu