Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1953, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.07.1953, Qupperneq 16
64 SKINFAXI Annars eru mannlífslýsingarnar, sem fléttast inn í náttúrulýsingar Stephans, ósjaldan almenns eðlis, t. d. í kvæðabálknum Á ferð og flugi, og hvergi fremur en í kvæðinu „Greniskógurinn“; tvö erindi þess afbragðs- kvæðis nægja þeim ummælum til sönnunar; tákn- myndin í hinu fyrra er skáldleg og samúðarrík, en ádeilan i hinu síðara hein og markviss: Þér hefur víst á vetrum þrátt verið kalt á fótum: svell við stálhart, sterkt og blátt stappa votum rótum, berja i'rost úr fagurlims fingri og liðamótum. -----Margur grær sem grenitrén gusti vetrar strokin: starir í botnlaus fúafen fólks um andann lokin. Kjálkagulur yfir er oddborgara hrokinn. Snar þáttur og umfangsmikill í skáldskap Stephans eru einnig hin sögulegu kvæði hans, um efni úr ís- lenzkum fornsögum og þjóðsögum, sem liann hafði lesið í æsku og urðu honum auðug uppspretta and- ríkis og yrkisefna. Hann stóð djúpum rótum í jarðvegi íslenzkra menningarerfða, ])ó ungur færi af ættjörð- inni, og hefir sjálfur lýst þeim nánu tengslum við móðurmoldina og menningarskuld sinni við hana á ógleymanlegan hátt í „Ástarvísum til Islands“: Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonspár um frægðir og harm mér fylgt hafa að draumþingum mörgum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.