Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 20

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 20
68 SKINFAXI Og þá sætir það engri furðu, um jafn framsækinn mann og Stephan var í þjóðfélagsmálum, heil-lundaður og hreinskiptinn málsvari skoðana sinna, að hann deildi í kvæðum sínum á afturhaldssemi, þröngsýni og skin- helgi i trúmálum, og hallaðist að hinum frjálslyndari trúarhreyfingum. Þó skyldi enginn láta þá neikvæðu hlið afstöðu hans til trúmálanna, ádeiluhliðina, hlinda sig gagnvart jákvæðari hliðinni á lífsskoðun hans í þeim efnum, en hún kemur fagurlega fram í hinu merkilega kvæði hans „Eloi lamma sabakhthani“, þar sem kenningar Meistarans frá Nazaret eru túlkaðar af djúpum skilningi í erindum sem þessum: Hann sá, að eiginelskan blind var aldarfarsins stærsta synd og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans — — Sem grimmd og lymsku lengst til ver að láta aðra þjóna sér, sem aldrei sér, að auðna þín er allra heill og sín og mín. Hann kenndi, að mannást heit og hrein til himins væri leiðin ein. Hann sá, að allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk. Né skyldi því heldur gleymt, að þó Stephan væri ádeiluskáld, þá var hann einnig ávallt i lijarta sínu hjartsýnn hugsjónamaður, bar í l)rjósti óbifanlega trú á framtíðina og lokasigur sannleikans, eins og sjá má glöggt af kvæði hans „Martíus“, einu af hinum miklu kvæðum hans frá síðari árum. Þroskinn var honum fyrir öllu. „Framförin er lífsins sanna sæla“. Sú hug- sjónaást hans og framtíðartrú eru klæddar í áhrifa-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.