Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Síða 21

Skinfaxi - 01.07.1953, Síða 21
SKINFAXI 69 mikinn orðabúning í lokaljóðlínunum í liinu stórfellda kvæði hans „Bræðrabýti“: Það er ekki oflofuð samtíð, en umbætt og glaðari framtíð, sú veröld, er sjáandinn sér. Stephan segir um hlákuvindinn, að hann sé „höfund- ur, sem engan stælir“. Þar er honurn sjálfum rétt lýst sem skáldi, þvi að hann fór mjög sinna ferða um val yrkiefna og meðferð þeirra, um bragarháttu og málfar, og auðgaði íslenzka tungu og bókmenntir vorar að sama skapi. Hrjóstrugt er ljóðalendi hans ósjaldan yfirferðar og nokkur brögð að því, að lesandinn verði að brjótast gegnum myrkrið og klungur, áður en hon- um opnast fjölskrúðug fegurðarlönd skáldsins; en annars staðar blasa þau óðar og fljótar yndisleg við augum i ljóðrænum og blæmildum kvæðum, sem fljúga lesandanum í fang, eins og „Við verkalolc“ eða „Að leikslokum“, úr heimferð skáldsins til ættjarðarinnar 1917, en þetta er upphafserindið: Ef að vængir þínir taka að þyngjast, þreyttir af að fljúga í burtuátt, hverf þú lieim, og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður liátt. Jafnvel þó við skilnað kannske skeður, slcyndidepurð grípi róminn þinn sem á hausti, er heiðló dalinn kveður, hugsun um, að það sé efsta sinn. Og mörg kvæðin, sem hann orti heima það sumar, sýna það ótvírætt, að hann yngdist við ferðina. Heill og heiður sé Ungmennafélögunum íslenzku fyrir að standa að heimboði skáldsins, en heimförin varð bæði honum liin ánægjulegasta og bókmenntum vorum

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.