Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Síða 24

Skinfaxi - 01.07.1953, Síða 24
72 SKINFAXI A F ERLENDUM VETTVANGI 5 Norsku síldveiðarnar Veiraræviníýrið iníkla (Grein þessi er lauslega þýdd úr blaðinu Norsk Ungdom, febrúarheftinu, sem gefið er út af Noregs Ungdomslag. Mun greinin vera eftir Ivar Grövik). HÚN kom seint í ár. Þessi orð hafa tíðum heyrzt kveða við í vestri byggðum landsins nú um langt skeið. Og þegar talað er um HANA, vita menn gjörla, að átt er við SÍLDINA. í síldar- bænum Alasundi hefur verið margt um manninn, síðan um nýár. Sjómenn og aðflutt verkafólk hafa sett svip sinn á bæ- inn. Sama áhugamálið hefur setið í fyrirrúmi hjá öllum, að- komumönnum og bæjarbúum: HÚN ætti að fara að koma. Sjómenn eru alla jafna rólyndir menn, en í ár reyndi sannar- lega á þolinmæði þeirra. Og verst var þó ástandið hjá aðflutta verkafólkinu. Það léttir pyngjuna að ganga atvinnulaus í bæn- um viku eftir viku. Einn dag kom svo síldin. Og í sama bili varð andrúmsloftið léttara. Nú var ævintýrið að byrja. En sjaldan er ein báran stök. Óveður geisuðu hvert á fætur öðru. Landlegudagar eru erfiðir fyrir sjómennina, þegar þeir vita, að HÚN er í torfum úti fyrir. Þegar örlítið hlé varð á storminum, freistuðu þeir að fara út. Og þeir komu með góðan afla. Nú er stórsíldarvertíðin í fullum gangi. Fullfermdir bátar koma daglega í höfn. Nútíma síldarævintýrið er í algleymingi. ÚTBÚNAÐUR OG KOSTNAÐUR. Fyrir 30—40 árum kom síldin oft í lok október. Þá kom hún venjulega að Þrændalagaströndinni eða hjá Fosna. Nú er þessu á annan veg farið. Síðustu árin fyrir stríð kom sjaldan fyrir, að síldin kæmi fyrir jól. Og síðustu tvö árin hefur síld- veiðin ekki hafizt fyrr en um 20. janúar. Útbúnaður til veiðanna hefst í fyrstu viku janúar eða milli jóla og nýárs. Það er annatími, þegar verið er að búa bátana á veiðar. Árið 1952 voru útbúnir 2007 netjabátar, 436 herpi- nótarbátar og 76 aðrir bátar. Ef reiknað er með 20—22 mönn- um á hverjum herpinótarbát, verða það samtals yfir 9 þús.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.