Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 28

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 28
76 SKINFAXI SÍLDARVERZLUNIN. Verzlunin með síldina hefur tekið miklum breytingum. Áð- ur var verzlunin frjáls. Þegar bátarnir komu að landi, flykkt- ust kaupmennirnir að. Svo byrjaði kaupmennskan. Þeir, sem komu að snemma morguns, fengu oftast gott verð fyrir síldina, en verðið féll eftir því, sem á daginn leið. Sagt er frá sjómanni, sem varð að orði, er hann kom inn og frétti síldarverðið: „Nei, hvað er þetta, er orðið svona framorðið?" Oftast voru kaupmennirnir tregir og keyptu ckki fyrr en þeir fengu síld- ina á því verði, sem þeir sjálfir vildu. Sjómennirnir skildu, að við svo búið mátti ekki lengur standa. Og árið 1927 var Stórsíldarútvegsniannafélagið stofnað í Ála- sundi. I fyrstu náði umráðasvæði félagsins aðeins skammt suð- ur á bóginn, en brátt varð það öll vesturströndin. Samyinnan í þessum efnum jókst síðan stöðugt. Fljótlega skildist mönn- um, að öll verzlun með stórsíld og vorsíld yrði að vera í hönd- um sama félags. Því var Sölusamlag síldveiðimanna stofnað árið 1930. Síldarsölusamlagið hefur aðalskrifstofur í Álasundi, Bergen, Haugasundi og Egersundi. Auk þcss hefur samlagið eftirlits- stöðvar meðfram allri ströndinni, norðan frá Þrándheimsfirði suður til Líðandisness. Fast verð er sett á bæði stórsíld og vorsíld. Vorsíldarverðið er nokkru lægra. Sjómenn fá sama verð, hvar sem síldin er veidd. Þegar bátur hefur fyllt sig, tilkynnir hann það næstu síldarskrifstofu gegnum talstöðina. Skrifstofan segir svo til um, hvert báturinn eigi að fara með sildina. Nokkuð af síldinni er fryst, sumt saltað til útflutnings, en langmest fer í bræðslu. Síðasta ár tóku síldarverksmiðjurnar við um 80% af síldarmagninu. Mörg hundruð millj. króna fást fyrir síldarafurðir frá verksmiðjunum, lýsið og mjölið. Með- fram ströndinni eru um 70 síldarverksmiðjur af ýmsum stærð- um. Þar hafa mörg þúsund manns atvinnu. Til viðbótar koma svo mcnnirnir á flutningaskipunum og verkafólkið í frysti- húsunum. Síldveiðin er sannarlega harla þýðingarmikill þáttur í at- vinnulífi þjóðarinnar. FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ. Það hefur gengið á ýmsu með síldina. Við lesum um það í sögum, að oft kom hún alls ekki. Stundum kom hún að strönd- inni á einum stað, og þá var góð veiði þar um skeið. En svo gat hún horfið, þegar minnst varði. — Nú skiljum við betur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.