Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 40

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 40
88 SKINFAXI sinnum, en aldrei má hann nema staðar, skipta um ökuátt og reyna á ný, fyrr en eitt hjól eSa fleiri eru komin út af plank- anum. Enn er ekið aftur á bak gegnum hliðin 6 og 7, unz hjólin á kerrunni nema við viðnámslinuna 8. Þá er ekið áfram á ný og aftur gegnum hlið 7, svo gegnum hliðin 9—12 og inn á aðalbrautina á vegamótunum 10. Ekið er eftir aðalbrautinni, unz rétt horfir að aka aftur á bak inn á hliðarveginn. Þá < ekið aftur á bak inn á hann og síöan áfram og út úr vega- mótagildrunni, í boga aÖ hliði 14 og í gegnum það. Svo er ekið i hringboga gegnum hlið 15 og aftur gegnum hlið 14. Loks er ekið áfram að marki M, en um leið og stefnt er i mark, er ekið þannig, að kerran nemi staðar við brúastæðið B og standi rétt meðfram vörupalli þess, þannig að það séu sem næst 5 cm á milli pallbrúnar og kerru. Einkunnir — stigatafla. 1. Timi ............................ 2. Akstur gegnum hlið .............. 3. Ekið aftur á bak langs eftir planka 4. Snúið við á vegamótum............ 5. Véltækni ........................ 20 stig. 20 — 20 — 20 — 20 — Stigatalan reiknuð. 1. Tíminn. Keppendum er ætlaður ákveðinn timi til að aka brautina. Er hæfilegt að ætla þeim allt að 8 mín. til að aka 400—500 m braut. Ef tíminn stendur heima, fær keppandi 20 stig. Hann bætir við sig 1 stigi fyrir hverja % mín., sem hann er skemur en tilskilinn tima. Á sama hátt lækkar stigatala hans um 1 stig fyrir hverja % minútu, sem hann er fram yfir 8 minútur. Keppandi, sem ekur brautina á 7 mín, fær þannig 22 stig. Keppandi, sem er 9 min, fær á sama hátt 18 stig. 2. Hliðin. Keppandi, sem ekur klaklaust gegnum öll hlið, án þess að fella eða skekkja neinn hliðstaur, fær 20 stig fyrir það. Frá því dregst eitt stig fyrir hvern hliðstaur, sem keppandi fellir eða kemur við. 3. Akstur aftur á bak langs eftir plankanum. Sá, sem sigrar þrautina í fyrstu atrennu, fær 20 stig. Sá, sem kemst eftir plankanum i annarri atrennu, fær 15 stig, sá, sem kemst það í þriðju atrcnnu, 10 stig, og sá, sem kemst það í fjórðu at- rennu, 5 stig. Keppandi, sem gefst upp við þessa þraut, fær 0 stig. Enginn má reyna oftar en fjórum sinnum. Keppandi,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.