Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 42
90 SKINFAXI Æfingar. Þeir, sem vilja æfa sig til þátttöku í starfslceppni i traktor- akstri, þurfa alls ekki aö hafa fullgerða braut til að æfa sig á, þó að æskilegt sé aS lokum aS geta æft sig á heilli braut, áSur en til keppni kemur. Við að athuga liinar mismunandi þrautir, sem keppandi í traktorakstri þarf að sigrast á, er Ijóst, að vel liggur viS að æfa hinar einstöku þrautir án samhengis. Það er t. d. auðvelt að setja upp 3—5 hlið á sléttum velli, láta þau liorfa mismunandi erfiðlega við akstri, og æfa svo svigakstur gegnum hliðin, bæði áfram og aflur á bak. Á sama hátt er auðvelt að æfa akstur aftur á bak og þræða plankann, alveg út af fyrir sig, enn fremur að snúa við á vegamótum, sem afmörkuð eru og gerð mismunandi erfið eftir því sem leiknin leyfir. Loks er æfingin að nema staðar við vörupall. Hún getur verið sjálfstæð æfing. Hentar þá vel að hafa lausan kassa fyrir pall, svo eigi þurfi að hljótast neinar skemmdir af, þótt aksturinn mistakist og árekstur verði. Allt eru þetta nytsamar æfingar og vel til þess fallnar að auka kunnáttu þess, sem æfir sig í tralctorakstri, hvort sem hann hyggur á keppni í íþróttinni eður eigi. Við allar æfingar við akstur aftur á bak, með kerru í eftir- dragi, er auðveldast að nota kerru, sem er þannig gerð, að vel sjái til hjólanna á henni. Það er því ágætt að hefja æfingarnar með slíkum hætti. Eigi að síður verður hver, sem þessa íþrótt leikur, að keppa að því að geta þrætt plankann aftur á bak með kerru í eftir- dragi, sem er þannig gerð, að liann sér ekki til hjólanna (á kerrunni). Við þær aðstæður er venja að keppa í traktorakstri á íþróttamótum. Að sjálfsögðu verður sporvidd kerru og traktors að vera ná- kvæmlega eins. Ef það er ekki, verður plankaþrautin hartnær öleysanleg. Traktoraksturinn er frumatriði og undirstaða allra starfa, sem með traktor eru unnin. Síðan lcemur að því að æfa hin- ar meiri iþróttir með traktor, plægingu og slátt, og ef til vill fleiri starfsíþróttir, sem eru með þeim hætti, að traktorinn leggur til aflið, en ökumaðurinn vitið og verksnillina. 30. marz 1953. Árni G. Eylands.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.