Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 44

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 44
92 SKINFAXI iðkandans, ef rétt er á haldið. Þær anka sálarlegar eigindir, sem ágætar eru taldar: hugrekki, skapfestu, snarræði, sjálfsstill- ingu, tillitssemi, heildarhollustu og félagslyndi. Þessir ágætu eiginleikar þroskast við hverjar þær kringumstæður, þar sem þeirra er krafizt, og þeirra er alveg sérstaklega krafizt við lausn íþróttalegra verkefna. Spurningin var þessi: Hvaða gildi hafa íþróttir fyrir hið daglega líf? Það er augljóst mál, að það hefur ekkert varanlegt gildi, þótt við sýnum hugrekki, snarræði, tillitssemi, heildarhollustu, aukinn vöðvastyrk og liðleika á íþróttasvæðinu, ef við töpum þessum eiginleikum um leið og við afklæðumst íþróttabún- ingnum. Gildi íþrótta er algerlega háð þvi, að okkur takist sífellt að færa hin góðu áhrif, sem þjálfun og iðkun veitir, inn á vettvang hins daglega lífs. Ég er ekki svo blindur, að ég sjái ekki, að allt of mörgum mistekst í þessu efni. En ég hef einnig séð þess mörg dæmi, að hin góðu áhrifin af íþróttaiðkunum varðveitast og koma að góðu haldi í daglegum störfum. Þess vegna höldum við áfram, þótt stundum blási á móti. Þótt mistök kunni að verða á stundum, erum við þess fullviss, að keppikefli góðra íþrótta- manna er að verða nýtari þjóðfélagsþegnar. Forystumenn í iþróttahreyfingunni, kennarar og þjálfarar, mega lieldur aldrei gleyma þessu mikilvæga hlutverki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.