Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 7
Fánaborg héraðssambandanna við upphaf 11. Landsmóts UMFÍ að Laugum 1961. Laugarvatn. Þá verSur reynt að nýta til hlítar önnur þau bílastæði sem fyrir hendi eru á Laugarvatni. Útisalernum mun verða komið fyrir í nálægð tjaldbúða og í grennd við aðalá- horfendasvæðið. Veitingar: Mötuneyti Héraðsskólans mun annast alla matsölu meðan á mótinu stend- ur, og munu keppendur og starfsmenn mótsins hafa þar forgang um fyrirgreiðslu. Kaffisala verður í kjallara Barnaskólans á vegum Kvenfélags Laugdæla. Allar úti- veitingar verða á'vegum mótsins, og verður reynt að hafa þær ei'ns fjölbrcyttar og frek- ast er unnt. Keppendur og starfsmenn munu sitja fyrir fáanlegu húsnæði að Laugarvatni mótsdagana. Dansleikir vérða bæði laugardags- og sunnudagskvöld, og er ætlunin að dansa á þremur stöðum, gömlu og nýju dansana. Þá verður gefin út vönduð leikskrá með upplýsingum um eitt og annað sem varðar framkvæmd mótsins og fyrirgreiðslu á staðnum. Verðlaun á móti þessu verða hin glæsi- legustu, og eru gefendur þeirra ýmis fyrir- tæki og stofnanir austan og vestan Hellis- heiðar. Að endingu má geta þess að míög rík áherzla verður lögð á að halda uppi lögum og reglu á mótsstað, og væntir landsmóts- nefnd þess að hver einstakur mótsgestur stuðli að sem glæsilegustu móti með prúð- mannlegri framkomu og reglusemi móts- dagana. Framkvæmdastjóri Landsmótsnefndar lief- ur skrifstofu að Engjavegi 28. Selfossi, sími 274. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.