Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 24
Þrastalundur hinn nýi í smíðum. (Ljósm. Tómas Jónsson).
íþróttavöllurinn
í allmörg ár hefur verið unnið að gerð
rnyndarlegs íþróttavallar í Þrastaskógi, og
er þeirri framkvæmd nú langt komið. Völl-
urinn hefur verið erfiður í vinnslu,
sprengja varð marga hraunhóla sem jarð-
vinnslutæki unnu ekki á. Með tilkomu
stórvirkari jarðvinnsluvéla tókst að jafna
völlinn að fullu í fyrra, og í sumar verður
ýtt yfir hann moldarlagi og sáð x hann
grasfræi.
Þá hefur verið rudd bílabraut frá skóg-
arhliðinu inn að íþróttavellinum, og tókst
sú framkvæmd mjög vel, en eftir er að
bera möl ofan í brautina Þessi braut fellur
mjög haganlega inn í umhverfið, og þyrfti
í framtíðinni að lengja hana inn að Álfta-
vatni. Strönd Álftavatns er einhver fegursti
staðurinn í Þrastaskógi. Þar eru víkur inn
í skógivaxna ströndina og á þessum slóð-
um er skógurinn gróskmestur og fegurstrur.
Framtíðarstaður ,
í Þrastaskógi eru óþrjótandi verkefni að
vinna fyrir ungmennafélagssamtökin. Það
þarf að halda áfram að auka nýtingun þess-
arar dýrmætu eignar og opna staðinn fyrir
fólki. Ungmennafélagar eiga miklar fram-
tíðarvonir á þessum stað, og vonandi eiga
sem flestir þeirra áfangastað í hinum nýja
Þrastalundi er þeir sækja Landsmótið að
Laugarvatni í sumar.
24
SKINFAXI