Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 37
Til leiksins þarf stuttan staf eða stöng, ca. tvö fet, og hver leikmaður þarf lít- inn hring úr járni, tré eða korki, t.d. netahring. Stönginni er stungið lóðrétt niður í jörðina á miðju leiksvæðinu. Um- hverfis hana í mismunandi fjarlægð eru markaðir nokkrir kaststaðir. Þá má merkja með litlum tréhælum eða ein- hverjum öðrum smámerkjum. Dæmi um leikvöll með 8 kaststöðum er sýnt á meðfylgjandi mynd. Ilver þátttakandi stendur á hverjum reit til skiptis og reynir að kasta hringn- um þannig að hann snarist yfir stöngina. Ef leikmanni tekst að snara stöngina í fyrstu tilraun, færir hann sig til næsta kaststaðar og kastar þaðan. Ef leikmanni mistekst að snara, þá verður hann að kasta aftur frá þeim sama stað í næstu úmferð og þannig áfram þar til honum tekst að koma hringnum yfir stöngína. Tala tilrauna frá hverjum kaststað skulu taldar, og sá sem hefur lægsta kasttölu frá öllum kaststöðunum (8 eða fleiri) samanlagt, er sigurvegari og skal sæmdur viðeigandi verðlaunum. FLÖSKUBOLTI Hann er hægt að leika á hvaða opnu svæði sem er, af eins mörgum og taka vilja þátt í leiknum. Til leiksins þarf handbolta, fótbolta eða einhvern annan knött og tvær sterkar flöskur. Flösk- urnar eru mörkin, og er þeim stillt upp hvorri við sinn enda leikvallarins. Þátt- takendum er skipt í tvö lið. Hvort liðið fyrir sig leitast við að skjóta um koll flösku andstæðinganna og skora þannig mark. Boltanum má aðeins kasta með höndunum. Bannað er að sparka honum eða bera hann í áttina að marki and- stæðinganna — aðeins má hlaupa með hann eitt skref í senn. Draga skal markteig í kringum flösk- una og skal hann vera í tveggja metra fjarlægð frá henni. Enginn má fara inn fyrir markteiginn. HESTAPÓLÓ er leikur fyrir tvö kapplið, og eru 4—10 leikmenn í hvoru. Leikmenn hvors liðs para sig saman og vopnast göngustaf, regnhlíf eða golfkylfu. Þá þarf að hafa lítinn bolta í leiknum og mörk þarf að setja, eitt við vorn enda vallarins. Stærð leikvallar má vera eftir aðstæðum. Þegar merki er gefið um að leikur skuli hefjast, tekur annar af af hverju pari hinn á bakið, „hesturinn“ hleypur á eftir knettinum en „knapinn“ er með stafinn og leitast við að slá knöttinn með ' honum í mark andstæðinganna. Að sjálf- sögðu er samleikur nauðsynlegur. Leik- menn mega stjaka svolitið við hvor öðr- um, líkt og í knattspyrnu, en ekki er leyfilegt að grípa í andstæðingana eða taka þá taki. Ekki má leikmaður slá boltann nema hann sé á baki „hesti“ sínum. „Knapi“ og „hestur“ mega skipta um hlutverk hvenær sem þeir vilja. Stærð markanna getur verið mismunandi. Það má hafa þau nokkuð stór, ef mark- maður (á ,,hesti“) er í marki, en lítil, ef engin varkvarzla er. Ef markmenn eru í leiknum, mega þeir ekki verja nema þeir séu á „hesti “sínum. SKINFAXI 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.