Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 30
Hornspyrna frá vinstri . . .
Hornspyrnur frá vinstri tók ég alltaf
með hægra fæti. Ég hljóp að fyrir aftan
marklínuna milli hornveifunnar og mark-
stangarinnar. Eins og greinilega sést á
myndinni. spyrnti ég knettinum síðan
upp og með sneiðingu í átt að marki.
Einbciting er allt sem til ha*"f, ella fer
knötturinn aftur fyrir markið og tæki-
færið er úr greipum gengið.
fræðingum okkar. Max Morlock og Otcmar
bróður mínum, hvernig spánski miðherjinn
Cásar hljóp að og stökk upp til að koma
heljarhöggi á knöttinn í loftinu með skalla
sínum, keyrði sig saman í loftinu eins og
þegar sjálfskeiðungi er smellt saman og
þevtti knettinum með skallahöggi sínu í
markið.
Á hinn bóginn kannaði Herberger auð-
vitað einnig staðsetningu varnarmanna
gagnvart hornspyrnum. Fyrir Heimsmeist-
arakeppnina í Svíþjóð 1958 hafði hann
Hornspyrna frá hægri . . .
Hornspyrnur frá hægri tók ég ýmist
með hægra eða vinstra fæti. Þessi mynd
sýnir andstæðu þess, sem getur að líta á
myndinni til vinstri. í keppni er full-
komið öryggi áðalatriðið, og þessvegna
spyrnti ég kyrrum knetti oftast með
hægra fæti í keppni.
áður séð væntanlega keppinauta okkar,
Argentínumenn, keppa við ítali. Þá tók
hann eftir því, að hvorugur argentínsku
bakvarðanna var staðsettur á marklínunni,
heldur fyrir framan markstengurnar á
markteignum. Þessvegna átti Helmut Rahn
(frá hægri) og ég (frá vinstri) að reyna
að hafa hornspyrnurnar sem harðastar og
nákvæmastar og leitast við að beina knett-
inum í lítilli hæð milli varnarmanns og
marks. Hans Schafer og Uwe Seeler höfðu
það hlutverk að stökkva á þessa hröðu
knetti og beina þeim í mark.
30
SKINFAXI