Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 41

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 41
HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGA hélt ársþing sitt á Suðureyri 24. —25. apr. 1965. Þingforseti var Emil Hjartar- son. Skýrslur voru lagðar fyr- ir þingið í mjög vönduðu formi, og var undir- búningur allur til fyrirmyndar. Miklar umræð- ur urðu um málefni sambandsins, en starf margra ungmennafélaga á svæðinu er mjög gott. Kvöldvaka með fjölbreyttri dagskrá var fyrri þingdaginn. Margar tillögur voru samþykktar á þinginu, m.a. um skipulagn- ingu og niðurröðun íþróttamóta á kom- andi keppnitímabili. í stjórn voru kosnir. Sigurður R. Guðmundsson formaður, Tóm- as Jónsson gjaldkeri og Gunnlaugur Finns- son ritari. HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN 43. héraðsþing HSK var haldið í félags heimilinu Aratungu í Biskupstungum 23. og 4. janúar s.l. Þingið sátu 50 fulltrúar frá 20 sambandsfélögum, auk gesta. Aðal- mál þingsins var undirbúningur Lands- móts UMFÍ, sem fram fer á Laugarvatni í sumar. Starf HSK er geysiöflugt, sérsetak- lega á íþróttasviðinu, enda er þetta stærsta ungmennasambandið. Stjórn HSK var end- urkjörin, en hana skipa:. Sigurður Greips- son formaður, Hafsteinn Þorvaldsson rit- ari og Eggert Haukdal gjaldkeri. UNGMENNAFÉLAG ÖLFUSINGA Varð 30 ára 5. janúar s.l. í þessu tilefni efndi félagið til „sæluviku" í Hveragerði á þessu vori. Fóru þar fram ýmsar skemmt- anir, svo sem leiksýningar, unglingaskemmt- un o.fl. Umf. Ölfusinga var fyrst og fremst stofnað um það átak að reisa sundlaug í Hveragerði. Það verkefni hefur verið leyst með þeim myndarbrag, að þar er nú eina 50 metra sundlaugin á íslandi, og aðbúnað- ur til sundiðkana góður í RANGÁRÞINGI Laugardaginn 20. marz héldu fimm ung- mennafélög í Rangárvallasýslu sameigin- lega skemmtun að Gunnarshólma í Austur- Landeyjum. Að samkomunni stóðu ungmennafélögin Ingólfur í Holtum, Njáll í Vestur-Land- eyjum, Dagsbrún í Austur-Landeyjum, og Eyfellingur Austur-Eyjafjöllum. Félögin lögðu öll til dagskráratriði á samkomuna, sem var fjölsótt, og tókst í alla staði mjög vel. LEIÐTOGAFUNDUR Föstudaginn 26. marz s.l. boðaði stjórn H.S.K. til fundar á Selfossi, með formönn- um sambandsfélaganna, og starfandi íþrótta- kennurum á sambandssvæði Skarphéðins. Á fundinum mætti íþróttafulltrúi rík- isins Þorsteinn Einarsson. Fundinn sóttu formenn 15 ungmennafélaga innan H.S.K. og sjö starfandi íþróttakennarar úr héraði. Rætt var um æfingar, og undirbúning vegna þátttöku H.S.K. í Landsmótinu að Laugarvami næsta sumar. SKINFAXI 41

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.