Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 14
innan síns goðorðs, síðar hreppsins og hér- aðsins. IV Arið 1928 var héraðsskólinn reistur, og á árunum 1932—1953 voru stofnaðir hér þrír skólar í viðbót og barnaskólinn stað- settur hér. Auk kosta staðarins var aðal- grundvöllur þróunarinnar hér og driffjöður hennar hinn mildi fjöldi ferðamanna, sem brátt urðu mjög vinveittir skólasetrinu. Þetta fólk bar staðnum vel söguna að hátt- um hollvina. Til þessa fólks ásamt ört fjölgandi nemendahóps 'má fyrst og fremst rekja vöxt Laugarvatns á fyrrnefndu skeiði. Vinsamleg og sómasamleg móttaka gesta, innlendra og útlendra, og góð þjónusta sem víðast á landi okkar er veigamikið þjóð- mál. Ég óska þess af alhug, að mót þetta lánist vel í öllum atriðum og býð yður velkomin til leiks og starfs að Laugarvatni. Ejarni Bjarnason. Afreka- og metaskrá HSK UM svipaðleyti og þetta blað kemur út, kem- ur einnig út metaskrá og af- arrekaskrá Hér- aðssambandsins Skarphéðins í frjálsum íþrótt- um og sundi. Það er hinn góðkunni í- þróttamaður Ól- afur Unnsteins- son sem hefur tekið þessar skrár saman og séð um útgáfu Ólafur Unnsteinsson. þeirra. Við samingu sund- skránna hefur Hörður Óskarsson íþrótta- kennari verið Ólafi til aðstoðar. Héraðs- sambandið Skarphéðinn gefur ritið út. Þetta er hið vandaðasta rit að öllu leyti. í frjálsíþróttaskránni eru taldir upp 20 betu menn í hverri grein karla innan Skarphéðins frá upphafi, en 15 beztu í kvennagreinum. Mikill fjöldi ágætra mynda prýða skrána, og er hún öll hin ágætasta heimild um frjálsar íþróttir og sund á Suðurlandi frá upphafi. í lok formála Ólafs Unnsteinssonar segir svo: „Að lokum vonast ég til þess, að þessi afrekaskrá gefi ljósa mynd af afrekum íþróttafólks HSK á liðnum árum, og geti jafnframt orðið æskufólki hvatning til þess að ná enn betri árangri.' 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.