Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 6

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 6
1. Kl. 20.00 á föstudagskvöldið 2 júlí, verður fundur með flokksstjórum íþrótta- hópanna, og starfsmönnum mótsins. Þar komi fram breytingar á niðurröðun keppenda í keppnisgreinar, s'vo og kærur vegna þátttöku, og framkvæmd íþrótta- keppninnar, ef einhverjar eru, Eftir þann fund verða engar breytingar leyfðar á niðurröðun keppenda í keppnis- greinar. 2. Mótssetning. Kl. 09.00 á laugardags- morgun 3. júlí, verður gengið fylktu liði til íþróttavallar, þar sem mótssetning fer fram. Hver íþróttahópur gengur undir merki síns félags, eða héraðssambands. Fánar dregnir að hún, fjöldasöngur. Formaður U.M.F.Í. séra Eiríkur J. Ei- ríksson setur mótið. 3. Ávarp skólastjóra íþróttakennaraskóla íslands Árna Guðmundssonar. 4. íþróttakeppni. Keppni í frjálsum í- þrótmm, fer fram á grasvellinum, með hinum glæsilegu hlaupa-, og atrennubraut- um. Þar munu og fara fram úrslitaleikir í knattspyrnu og handknattleik, á malarvell- inum fer fram keppni í knattleikjum, og ef til vill í einhverjum greinum frjálsíþrótta (kösmm). Sundkepni mótsins fer fram í útisund- laug 10x25 m að stærð, sundlaugin er staðsett í nálægð íþróttavalla, timburlaug klædd plasti. Glímukeppni fer fram á sýn- ingarvelli. 5. Starfsíþróttir. Starfsíþróttakeppni móts- ins fer fram all víða, innan aðal mótssvæð- isins og utan þess. Skrifleg verkefni og keppni í jurtagreiningu fer fram í Barna- skólanum, keppni í blómaskreytingu fer fram í samkomusal Menntaskólans. Aðrar keppnisgreínar kvenna fara fram í Hús- mæðraskólanum. Keppni í dráttarvélaakstri ‘og búfjárdóm- um fer fram inni á mótssvæðinu austan við íþróttavellina. Keppni í gróðursetningu trjáplantna verð- ur í Iandi skógræktarinnar að Laugarvatni. Umsjónarmaður starfsíþróttakeppninnar verður Stefán Ó. Jónsson. Yfirmótsstjóri verður Þorsteinn Einarsson. 6. Sýningar. Sýningar allar munu fara fram á sýningarvelli, svo og kvöldvaka og hátíðadagskrá mótsins. Sýndir verða þjóðdansar innlendir og er- lendir, fimleinkar pilta og stúlkna, körfu- knattleikur og glíma. Meðal dagskrárefnis sem þar fer fram, eru: Ræða, ávörp, kórsöngur, hljómlist, söguleg sýning og lúðrasveit mun leika milli dagskráratriða. Þá er ætlunin að hafa sýningu á landbúnaðarvélum á mótssvæð- inu. 7. Fyrirgreiðsla. Reynt verður að vanda sem mest alla fyrirgreiðslu fyrir þátttak- endur mótsins og gesti. Sérleyfishafi, Ólafur Ketilsson, mun halda uppi reglubundnum ferðum frá Reykjavík að Laugarvatni mótsdagana. Þá munu og verða reglubundnar ferðir frá Selfossi sömu daga. Aðalskrifstofa mótsins, og upplýsinga- þjónusta, mun verða í Héraðsskólanum I. hæð. Aðsetur stjórnenda íþróttakeppninn- ar verður í húsi nálægt íþróttavöllunum. Tjaldstæði keppenda eru á lóð íþrótta- kennaraskólans sunnan við grasvöllirin. Tjald- og bílastæði fyrir hinn almenna mótsgest verða á eftirtöldum stöðum: Vest- ur við Lindarskóg, á tjaldaflöt austan við Barnaskólann og í skóginum innan við 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.