Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 28
Knattspyrnuþáttur: HORNSPYRNAN Fritz Walter var til skamms tíma einn r af fræknustu knatt- spyrnumönnum í Evrópu. Hann lék í þýzka landsliðinu frá 1940 til 1958, og skoraði 33 mörk í 61 landsleik. Hann var fyrirliði vest- urþýzka liðsins, er vann hinn sögulega sigur í heimsmeist- arakeppninni 1952. Eftir að Fritz Walter hætti keppni gerðist hann þjálfari, og síðan hefur hann skrifað allmargar bækur, þar sem hann lýsir reynslu sinni og skoðunum varðandi knattspyrnuíþróttina. Eftirfarandi kafli er tekinn úr gagnmerkri bók, sem Walter skrifaði um knattspyrnukenningar sínar („Meine Fussballschule“). Frá bezta fcetinum til bezta skallans Ef ^hornspyrna væri hálfskorað mark, þá hefðu úrslit leikja oft orðið önnur en raun varð á. Þessi fullyrðing verður að vísu ekki sönnuð stærðfræðilega. Ég veit af eigin reynzlu, að þetta „hálfskoraða mark' er meira en orðin tóm, og frá keppniárum mínum á ég margar minningar um horn- spyrnumörk, sem réðu úrslitum í leik. Þetta styrkir þá sannfæringu mína, að horn- spyrnur séu mikill taktískur ávinningur, séu þær æfðar með tilliti til sóknar og varnar. Þegar ég var fyrirliði knattspyrnuliðs míns, „1. FC Kaiserslauten" og vesturþýzka landsliðsins, var hlutverk mitt ekki aðeins **£ skiptast á fánum við fyrirliða keppi- 2C nautanna og að kjósa mark, heldur hafði ég mörg önnur verkefni. Má þar til nefna aukaspyrnur, vítaspyrnur og ekki sízt fram- kvæmd hornspyrna. í byrjun blómaskeiðs „1. FC Kaisers- lauten" eftir heimsstyrjöldina, tókst bróður mínum, Ottmar, sem við kölluðum „Ottes", að skalla knöttinn fjórum sinnum í mark andstæðinganna eftir, hornspyrnu frá mér í einum leik gegn „Konstanz". Þetta hvatti okkur til að gera slíkt samspil að sérgrein okkar. Upp frá þessu voru horn- spyrnur markvisst æfðar í Kaiserslauten. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Upphaflega framkvæmdi ég hornspyrnur aðeins frá hægri með mínum betri spyrnu- fæti — þeim hægri. Einhvernveginn komst ég þó að því, að hagkvæmara gæti verið að spyrna frá vinstra horni með hægra fæti. Með því móti gat ég komið hringsnúningi á knöttinn í fiuginu líkt og í borðtennis eða billjard. Með slíkri sneiðingu gat ég haft áhrif á og breytt venjulegri flugleið knattarins og villt þannig um fyrir and- stæðingunum. Þetta leikbragð æfði ég stöðugt og end- urbætti allt til loka knattspyrnuferils míns. Oft tók ég tíu knetti eða fleiri með mér út að hornfánanum, og æfði mig í að spyrna þeim bæði langt og skammt í áttina að marki, beina þeim í mark eða all- langt frá því. Þetta gerði ég, eins og áður segir, frá vinstri með hægra fæti, Þó skipti ég einnig yfir á hina hliðina, og æfði því að spyrna bæði frá hægri og vinstri. SKINFAXl .

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.