Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 20
Magnús Gunnlaugs- son kom manna mest á óvart á Eiðamótinu 1952 og sigraði í frjáls- íþróttakeppninni með 8'/2 stigi. AÐ EIÐUM 1952 Mér er bæði ljúft og skylt að segja les- endum Skinfaxa frá Landsmótinu á Eiðum árið 1952. Það kemur margt fram í hug- ann. begar farið er að hugsa til baka um íþróttamót og íþróttakeppni, en minnis- stæðast verður mér alltaf Eiðamótið, bæði vegna þess að þetta mót var í öðrum lands- fjórðungi og einnig af því, að þar tókst mér að ná mínum bezta árangri í þeim greínum sem ég keppti í. Skarphéðins-liðið var skipað 29 manns, að mig minnir. Við lögðum af stað frá Revkjavík á föstudegi með gluvél frá F.í. Fæst okkar höfðu flogið fyrr, svo að þetta var ævintýri líkast að svífa austur yfir Hreppamannaafrétt, austan við Kerlingar- fiöll og Arnarfell hið mikla, vestan við Vatnajökul, niður með Lagarfljóti, yfir Hallormsstaðaskóg. Og svo var komið til Egilsstaða en þaðan var ekið að Eiðum. Um kvöldið fórum við nokkrir saman austur á íþróttavöllinn. Þar voru nokkrir Austfirð- ingar á æfingu, og leizt okkur ekki á blik- una að eiga að keppa við þá daginn eftir, svo vígalegir voru þeir í okkar augum, og taugar okkar voru víst farnar að segja til sín. Laugardagurinn rann upp með 24 stiga hita og austangolu. íþróttafólk af öllu land- inu var mætt til leiks Það gekk í skrúð- göngu, hver hópur undir sínu félagsmerki, út á leikvanginn. Það var minnisstæð sjón að sjá æsku landsins ganga til leiks með einbeittum svip og blik í augum. Mótið var sett og baráttan hafin. Það var byrjað á keppni í nokkrum greinum í einu, og tók ég þátt í hástökki og 400 m. hlaupi þennan dag. Hástökkinu lauk svo, að ég lenti í 2.—3. sæti og hlaut 2VJ stig fyrir það, en keppendur voru 20 talsins. Það var eftirvænting í loftinu þegar 400 m. hlaupið var að hefjast. Það voru 24 keppendur í þessari grein, sem er mjög skemmtileg fyrir áhorfendur, en erfið fyrir keppendur. Ég lenti á fyrstu braut í mín- um undanrásarriðli, skotið reið af og nú var baráttan hafin, — það mátti ekki bregðast að ég kæmist áfram í milliriðil, og það tókst. Næstu tveir sprettir fóru á sömu leið og ég tryggði mér rétt í úrslita- keppninni daginn eftir. Eftir þessa þrjá spretti var þreytan farin að segja til sín, taugarnar í einni flækju enda var lítið um svefn næstu nótt. Sunnudagur. Þulur mótsins var farinn að kalla keppendur til leiks: ,.Úrslit í 400 m. hlaupi, mætið við rásmarkið' Maginn tók kipp, fæmrnir urðu máttlausir, heilinn hætti að starfa, hugurinn á víð og dreif, hvað á að gera?, gefast upp?, ner. í rás- markið komst ég einhvernveginn á annarri braut, það var ekki sem verst. Skotið reið af og viðbragðið tókst vel, sjálfstraustið óx og taugarnar þöndust, fæmrnir hlupu. Á síðusm beygjunni vorum við tveir jafnir, 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.