Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 42
UTANFERÐIR Nú eru liðin fjögur ár síðan hópur í- þróttafólks frá UMFÍ fór utan til keppni í frjálsíþróttum. Það var árið 1961 að ís- lenzkir ungmennafélagar tóku þátt í Vejle- mótinu í Danmörku og sigruðu á því móti í keppni við ungmennasamtökin í Dan- mörku. — Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að íþróttafólk úr röðum ís- lenzkra ungmennafélaga fari til slíkrar keppni á ný. Við birtum hér mynd af ís- lenku piltunum, sem kepptu á Vejlemótinu (Því miður á blaðið ekki mynd af stúlk- unum): Fremri röð frá vinstri: Ingólfur Bárðarson, Brynjar Jensson, Ágúst Ásgríms- son, Haukur Engilbertsson, Guðmundur Hallgrímsson, Þóroddur Jóhannsson og Hörður Jóhannsson. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Alfreðsson, Birgir Marinósson, Valdimar Steingrímsson, Ólafur Unnsteins- son, Þórður Indriðason, Guðmundur Hall- grímsson, Ragnar Guðmundsson. SVEINAMEISTARAMÓT ÍSLANDS í frjálsum í þróttum innanhús, fór fram að Laugarvatni sunnudaginn 7. febr. Þátttakendur voru 10, frá Ármanni, Í.R. og H.S.K. Sveinameistarar 1965 urðu: Metr. Langst. án atr. Kjartan Kolbeinss ÍR '1.61 Þríst. án atr. Tryggvi Magnúss. HSK 8.17 Hást. án atr. Einar Þorgrímsson ÍR 1.43 Hástökk, með atr., sami 1.63 42 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.