Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 39
umf., söngsfcemmtun, fatamarkað, lýðveldis- hátíð, sýnikennslu, garðyrkjuhátíð, mann- talsþing, föndur á vegum kvenfél. o.fl. Samkomurnar flokkast þannig yfir allt árið: Tala klst. Fundir 39 123 Dansleikir 16 80 Tónl. og leiksýn. 8 25 Tafl og spilakv. 8 22 Kvikmyndir 16 28 Kennsla — æfi. 121 269 Ýmsar samk. 25 105 Samtals 233 652 Bókasafn sveitarinnar er til þúsa í félags- heimilinu. Hreppstjóri hafði herbergi til umráða um tíma fyrir skattastörf. Barnakennsla fór fram í félagsheimilinu í samatls 5 mánuði og íþróttakennsla barna allan skólatímann. Húsvörður var Jón Oddleifsson. í hús- .nefnd voru Jóhannes Helgason form., Guðm. Sigurdórsson gjaldkeri og Sigurbj. Hreiðarsdóttir. UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR hélt 43. þing sitt að Kleppjárnsreykjum 7. marz 1965. Formaður, Guðmundur Sig- urðsson flutti skýrslu fráfarandi stjórnar um starfið á liðnu starfsári. í sumarstarfinu bar íþróttastarfsemina hæst, haldið var hér- aðsmót, sundmót, drengjamót o.fl. Einnig tók UMSB þátt í undankeppni knattspyrnu- keppninnar fyrir 12. Landsmót UMFÍ. Sam- bandið stóð að dansleikjum á sumrinu en með litlum hagnaði. Starfsíþróttanefnd hafði unnið gott starf. Unnið hafði verið fyrir kr. 100.000,oo við íþróttavallargerð á Varmalandi, og er henni nair lokið, en eftir er að ganga frá áhorfendasvæðum. Þing- forseti var Pétur Geirsson. í stjórn voru kosnir: Guðmundur Sigurðsson formaður, Jón F. Hjartar ritari, Davíð Pétursson gjaldkeri, Friðjón Sveinbjörnsson og Bjarni Helgason. 50. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR var háð á sumardaginn fyrsta. Þátttaka hef- ur aldrei verið meiri en nú, og er það fyrst og fremst að þakka þátttakendum utan Reykjavíkur, sem nú settu svip sinn á þetta gamalkunna hlaup. 33 menn luku keppn- inni: 10 frá Héraðssambandinu Skarphéðni, 11 frá íþróttabandalagi Keflavíkur,1 5 frá umf. Breiðablik í Kópavogi, 3 frá KR, 2 frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, 1 frá Ungmennasambandi Norður-Þingeyinga og 1 frá ÍR. Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði bæði í 5manna og 10 manna sveita- keppni. Hinn efnilegi hlaupari Þórður Guð- mundsson (UBK) varð fjórði í hlaupinu og sést hann á meðfylgjandi mynd (til vinstri) ásamt félaga sínum, Sigurði Geir« dal, sem varð 9. í keppninni. SKINFAXI 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.