Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 38
Starfsemi ungmennafélaganna Við byrjum á því að birta athyglisverða og tímabæra grein, sem birtist í blaðinu „Suðurland" hinn 1. maí s.l. Greinin er eft- ir Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Lang- holti: STARFSEMI FÉLAGSHEIMILANNA Stundum heyrast raddir um það, að fé- lagsheimilin í byggðum landsins séu held- ur lítilfjörlegar stofnanir, þar sem fátt ann- að fari fram en dansskröll og drykkjuskap- ur. Satt er það að vísu, að ýmislegt mætti betur fara í samkomuhaldi félagsheimil- anna sem og annarra aðila, er gangast fyrir opinberum dansleikjum, enda er ekki spar- að að lýsa því sem miður fer með fjálg- legum orðum. Hinu er lítt á loft haldið, að í mörgum félagsheimilanna og líklega flestum fer fram margvíslegt félagslegt menningarstarf og í sumum tilfellum eru húsin í notkun svo að segja hvert kvöld yfir vetrartímann og stundum tví- og jafn- vel þrísett í þau. Máli mínu til sönnunar ætla ég að birta yfirlit um samkomuhald í Félagsheimili Hrunamanna að Flúðum fyrir árið 1964, sem mér barst í hendur fyrir skömmu. Á skýrslu þessari er hver mánuður tek- inn fyrir sig og samkomurnar flokkaðar og tilgreint, hve langan tíma þær hafa tekið. Flestar eru samkomurnar í febrúar og marz. Tala klst. Fundir 4 23 Tafl og spil 2 41/2 Leiksýning 1 4 Leikæfingar 3 4 Dansleikur 1 5 íþróttamót 1 3/2 Söngæfingar 4 9 Kvikmyndasýningar 4 6 Körfuknattleikur 3 7 Leikfimi 6 6 Frúarleikfimi o.fl. Söngkennsla 5 11 Samtals 34 33 Marz: Tala klst. Fundir 6 18/2 Tafl og spil 4 111/2 Leikæfingar 2 4 Dansleikir 2 11 Körfuknattleikur 3 6 Leikfimi 6 6 Kvikmyndasýningar 4 6 Söngæfingar 4 10 Saumaklúbbur 1 3/2 Brunavarnaæf. 3 10 Samtals 35 86/2 Af samkomum í öðrum mánuðum má nefna barnaskemmtun, kvöldvöku þriggja 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.